Prófastur er milligöngumaður milli presta í prófastsdæmi sínu og biskups og vinnur úr skýrslum prestanna yfirlitsskýrslur, sem sendar eru biskupi, en prestaskýrslurnar stundum látnar fylgja með sem fylgiskjöl.
Fyrstu ákvæði um árlega skýrslugerð er að finna í tilskipun til biskupa 30. desember 1735, þar sem krafist er af biskupum, að þeir afli hjá prestum skýrslna um fædda og dána ár hvert.1Lovsamling for Island II, bls. 226–227. Í kansellíbréfi 11. september 1784 voru biskupar aftur krafðir um skýrslur frá prestum og próföstum og nú um fermda, gifta, fædda og dána á Íslandi, að minnsta kosti aftur til 1768. Gera skyldi grein fyrir andvana fæddum og skýrslurnar miðast við kirkjuárið.2Lovsamling for Island V, bls. 102–104. Annað kansellíbréf, 25. apríl 1789, áminnti biskupa um að senda árlega skýrslur um fermda, fædda og dána. Biskupar í Danmörku og Noregi fengu slík boð 8. apríl 1775, en þau voru ekki birt á Íslandi.3Lovsamling for Island V, bls. 587–588; IV, bls. 132–133. Áður hafði prestum verið boðið að skrá í bók alla, sem þeir fermdu, og gefa um skýrslu til biskups, sem aftur sendi skýrslu til kirkjustjórnarráðsins.4Lovsamling for Island II, bls. 505–509 (tilskipun um ferminguna 29. maí 1744, sjá 6. grein), 667–668 (erindisbréf biskupa 1. júlí 1746, sjá niðurlag 64. greinar). Þá var minnt á með kansellíbréfi 14. júní 1800, að prestar skyldu gera grein fyrir andvana fæddum börnum eins og fyrir hafði verið mælt árið 1784. Það var svo ítrekað með öðru kansellíbréfi, 24. desember 1802, og boðið strengilega, að ljósmæður tilkynntu prestum slíkar fæðingar, að viðlögðum sektum. Prestar áttu að senda greinargerðir til landlæknis við árslok, sem síðan skyldi senda þær biskupi og hann aftur kansellíi.5Lovsamling for Island VI, bls. 447–448, 592–594. Skýrslugerð presta um andvana fædd börn var felld niður með stjórnarráðsbréfi til landlæknis 7. desember 1907, en ljósmæður skyldu frá áramótum 1908 senda skýrslur sínar héraðslæknum.6Stjórnartíðindi 1907 B, bls. 216. Nákvæmari eyðublöð fyrir skýrslur um gifta, fædda og dána voru gefin út samkvæmt dreifibréfi kansellís til biskupa í Danmörku 8. desember 1835, sem ekki var sent biskupi á Íslandi fyrr en með bréfi 31. október 1837, sem kynnti prestum það ári síðar.7Lovsamling for Island X, bls. 671–677; XI, bls. 118, sbr. bls. 276–277.
Skýrslurnar voru framan af miðaðar við kirkjuárið, sem hófst fyrsta sunnudag í jólaföstu/aðventu, en því skyldi breytt samkvæmt kansellíbréfi 5. nóvember 1805 og dreifibréfi 9. október 1827 og miða við almanaksárið.8Lovsamling for Island VI, bls. 656; IX, bls. 233–234.
Í biskupsskjalasafni má finna árlegar skýrslur um fólksfjölda í prestaköllum. Þessar skýrslur eru harla mismunandi. Úr Skálholtsbiskupsdæmi eru til mjög samanþjappaðar töflur, gerðar samkvæmt forskrift, sem finna má í bréfabók Hannesar Finnssonar og ná fram til 1785, en allt er það mismunandi eftir sóknum, bæði hvað varðar upphafsár og hvort þær eru til.9ÞÍ. Bps. A. VI. Ársskýrslur presta og prófasta; ÞÍ. Bps. A. IV, 26. Bréfabók Hannesar biskups Finnssonar 1785–1787, bls. 118–124. Í Hólabiskupsdæmi hefjast þær 1785 og miðast við bæi í hverri sókn. Þær eru samdar samkvæmt bréfi Árna biskups Þórarinssonar 1. ágúst 1786, þar sem hann bað um, að framvegis fylgdi yfirlit um fólksfjölda ársskýrslunum um fædda, dauða o.s.frv.10ÞÍ. Bps. B. VII. Ársskýrslur presta og prófasta; ÞÍ. Bps. B. V, 11. Bréfabók Árna biskups Þórarinssonar 1783–1787, bls. 280. Þessum skýrslum virðast prestar á Norðurlandi hafa haldið áfram, þótt á tímabili sjái þeirra ekki annan stað í skjalasafni biskups en í bréfum prófasta og bréfadagbókum biskups.
Loks sendi biskup öllum próföstum bréf 18. desember 1838 og bað um, að sóknarprestar létu fylgja nýársskýrslum sínum yfirlit um fólksfjölda á hverjum bæ, sundurliðað eftir býlum og húsmennsku, kynferði, aldri, greint milli verkfærra og óverkfærra og frá fjölda altarisgöngufólks.11ÞÍ. Bps. C. III, 26. Bréfabók biskups yfir Íslandi 1838–1839, bls. 393–395. (Sjá neðst á bls. 394 og áfram).
Skýrslur um andlegrar stéttar menn (skólamenn, stúdenta og uppgjafapresta) og prestsekkjur eru meðal fyrstu skýrslanna, sem prestar gáfu til prófasta, sem síðan sendu þær biskupi. Ekki er fullljóst um tildrög þessarar skýrslugerðar. Skýrslurnar um andlegrar stéttar menn munu sennilega eiga rætur sínar í fyrirmælum um útskrifaða stúdenta 3. maí 1743. Þar var biskupum boðið að skipa próföstum að prófa árlega alla útskrifaða, óvígða skólamenn og kanna hvernig þeir hefðu haldið við námi sínu og aukið guðfræðiþekkingu sína.12Lovsamling for Island II, bls. 470–472. Finnur Jónsson, sem var í biskups stað í Skálholtsbiskupsdæmi, sendi próföstum þessi fyrirmæli með bréfi 18. ágúst 1743, og varðveitt er svar Ólafs Gíslasonar, prófasts í Rangárvallaprófastsdæmi 20. september sama ár.13ÞÍ. Bps. A. IV, 14. Bréfabók Finns officialis Jónssonar 1743–1747, bl. 32r–v; ÞÍ. Bps. A. IV, 65. Skýrslur um prestaekkjur og uppgjafapresta. Dánarbú, kollektufé, eftirlaun o.fl. 1743–1801. — Spurningar og svör eru varðveitt í skjalasöfnum biskupa, bréfahlutanum, sem „Spurningar (quæstiones solvendæ) lagðar fyrir kandidata og stúdenta og svör við þeim“. Síðustu varðveittu svörin virðast vera frá árinu 1888. Skýrslugjöf um óvígða guðfræðinga var felld niður með biskupsbréfi 10. febrúar 1913.14ÞÍ. Biskupsskjalasafn 1994–E/5. Bréfabók biskupsdæmis Íslands 1912–1913 (bréf nr. 247–266 árið 1913). Skýrslurnar um uppgjafaprestana eru sennilega runnar frá einhverri af tilskipunum um eftirlaun (styrktarfé) uppgjafapresta 14. febrúar 1705, 7. maí 1735 og 16. febrúar 1748.15Lovsamling for Island I, bls. 607–610; II, 191–193, 715–716. Prestaekknaskýrslurnar verða væntanlega til vegna tilskipunar um styrktarfé prestaekkna 5. júní 1750.16Lovsamling for Island III, bls. 48–52. Sjá má, að prófastur í Norður-Múlaprófastsdæmi hefur sent biskupi skýrslur um heimilisfestu uppgjafapresta og prestsekkna til ársins 1969 (fyrir árið 1968).17ÞÍ. Biskupsskjalasafn 1994–D/17. Bréf til og frá Norður-Múla-/Múlaprófastsdæmi 1961–1980 (örk 1, bréf prófasts 21. maí 1969). Undantekning er, ef þessar skýrslur liggja með bréfum síðari áranna. Prófastur hefur líklega yfirleitt sent biskupi neitandi vottorð, þ.e. engir uppgjafaprestar eða prestsekkjur verið í prófastsdæminu. Torvelt er að sjá, hvað aðrir prófastar hafa gert, því að þeir sundurliða yfirleitt ekki, hvaða ársskýrslur þeir senda, þegar líður á 20. öld. Þessar skýrslur eru ekki til sem sérstakur skjalaflokkur í skjalasafni biskupsembættisins, sem skilað hefur verið til Þjóðskjalasafns, heldur liggja með bréfum prófasta.
Árið 1781, 5. júlí, gaf kansellíið út fyrirmæli til stiftamtmanns, amtmanns og biskupa um, að konungskirkjur á Íslandi yrðu vísiteraðar árlega, ástand þeirra og meðferð tekna könnuð og fengnar um það skýrslur. Þessi fyrimæli voru yfirfærð á aðrar kirkjur á Íslandi með kansellíbréfi 5. júní 1784. Sendi Hólabiskup próföstum sínum dreifibréf þessa efnis 24. febrúar 1785, en Skálholtsbiskup 26. maí sama ár.18Lovsamling for Island IV, bls. 625; V, bls. 85; ÞÍ. Bps. B. V, 11, bls. 42–43; ÞÍ. Bps. A. IV, 26, bls. 71–72. Hafa prófastar síðan sent biskupum slíkar skýrslur árlega, en upplýsingar um fjárhag kirkna koma þar ekki fram, og hefur verið svo lengi, enda eru reikningsskil kirkna annar þáttur.
Þá má nefna skýrslur um daufdumba, sem fyrirskipaðar voru með kansellíbréfi 28. júlí 1842.19Lovsamling for Island XII, bls. 378. Áður hafði prestum verið boðið í eitt skipti með kansellíbréfi 12. nóvember 1803 að senda skýrslur um blinda og daufdumba.20Lovsamling for Island VI, bls. 658. Fyrirmæli um skýrslur um blinda og holdsveika komu í bréfum kirkju- og kennslumálaráðuneytisins 18. júní 1863 og 3. ágúst 1872. Fyrirmæli um holdsveikraskýrslur voru afnumin með stjórnarráðsbréfi 16. júlí 1904.21Lovsamling for Island XVIII, bls. 596–597; XXI, bls. 439–440; Stjórnartíðindi 1904 B, bls. 178. Hætt mun hafa verið að senda prestum blindraskýrslueyðublöð um 1990.22Upplýsingar fengnar frá starfandi sóknarpresti árið 2005.
Árið 1881 var prestum boðið að senda próföstum skýrslur um messugerðir og altarisgöngur, sem biskup fengi síðan í hendur.23Fyrirmæli um slíkar skýrslur eru í bréfi biskups til prófasta 7. júní 1881, ÞÍ. Bps. C. III. 54. Bréfabók biskupsdæmis Íslands, bls. 158–159.
Samkvæmt lögum um laun sóknarpresta nr. 46/1907, 16. nóvember, (6. grein) skyldu prestar senda próföstum skýrslur um þau laun, sem þeir tækju undir sjálfum sér.24Þegar prestur hafði prestssetur í ábúð eða umsjón sinni, naut hann arðs eða afgjalds þess. Aðrar tekjur presta af fasteignum voru: Lóðargjöld á landi prestssetursins, arður af ítökum, sem prestur notaði sjálfur og prestsmata. Prestur tók laun undir sjálfum sér eftir því, sem þessar tekjur hrukku til. Einar Arnórsson, Íslenzkur kirkjuréttur. Reykjavík 1912, bls. 109. Prófastur átti síðan að senda stjórnarráðinu árlega skýrslu um þessar tekjur (22. grein). Ákvæðin um þær launaskýrslur presta munu hafa fallið úr gildi með lögum nr. 71/1919, 28. nóvember, en ákvæðin um skýrslur prófasta standa enn (2017).25Stjórnartíðindi 1907 A, bls. 292–293, 298–299; 1919 A, bls. 226 (34. gr.); Vef. http://www.althingi.is/lagas/nuna/1907046.html, sótt 23. nóvember 2017. Þá eiga prestar að senda próföstum starfsskýrslur, sem biskup fær síðan í hendur. Slíkar skýrslur koma fyrst til sögunnar fyrir árið 1932, en kirkjuráð samþykkti fyrirkomulag skýrslnanna það haust.26ÞÍ. Biskupsskjalasafn 2003. Gjörðabók kirkjuráðs 1932–1978, bls. 3, 9.
Skýrslur um fjölda kirkjugesta komu til sögunnar árið 1967. Biskup sendi próföstum ársskýrslueyðublöð til útbýtingar, dagsett 13. desember það ár, og bað þá að skýra prestum í prófastsdæmunum frá þessari nýbreytni. Átti að færa inn fjölda kirkjugesta eftir hverja guðsþjónustu.27ÞÍ. Biskupsskjalasafn 1994–D/17. Bréf til og frá Norður-Múlaprófastsdæmi 1961–1980 (örk 2).
Umtalsverðar breytingar urðu á skýrsluhaldi presta, þegar lög um Hagstofu Íslands nr. 24/1913 voru sett 20. október 1913. Fyrsta grein laganna var þannig:
Það skal falið sérstakri stofnun að safna skýrslum um landshagi Íslands, vinna úr þeim og koma þeim fyrir almennings sjónir. Stofnunin nefnist hagstofa Íslands og stendur beinlínis undir ráðherranum.
Upphaf 2. greinar var svo:
Þessi eru meginatriði landshagsins, sem hagstofunni ber einkanlega að rannsaka:
1. Fólksmagn: a, manntöl; b, fæðingar; c, hjónabönd; d, heilsufar; e, manndauði; f, fólksflutningar.
Þorsteinn Þorsteinsson, hagstofustjóri, taldi ýmsar takmarkanir vera á upplýsingum úr ársskýrslum presta. Skýrslurnar voru í töfluformi og endurskoðun því óframkvæmanleg. Gera mátti ráð fyrir, að athafnir væru taldar á tveimur stöðum, fæðingar bæði þar, sem barnið var fætt, og þar, sem það var skírt, hjónavígsla talin af presti brúðarinnar og prestinum, sem gifti, og mannslát bæði þar, sem maðurinn dó, og þar, sem hann var greftraður. Hagstofustjóri lagði því til við Stjórnarráð Íslands í bréfi 28. júní 1915, að fyrirkomulagi skýrslnanna yrði breytt. Prestar hættu að semja yfirlitstöflur, en í staðinn útfylltu þeir eitt eyðublað um hverja hjónavígslu, fæðingu og mannslát. Þessu eyðublöð áttu prestar að senda til prófasts þegar eftir lok hvers ársfjórðungs, en hann sendi þau til Hagstofunnar. Þó yrði gerð sú undantekning, að prestar í Reykjavík sendu útfyllt eyðublöð beint til Hagstofunnar, en ekki til prófasts. Vildi hagstofustjóri, að breytingin yrði miðuð við ársbyrjun 1915. Tillögur þessar voru samþykktar af biskupi og ráðherra með bréfum 7. og 23. júlí 1915.28ÞÍ. Skjalasafn fjármálaráðuneytisins 1991–B/62. Stjr. Ísl. III Db. 1, nr. 878, liggur með Db. 1, nr. 939.
Prestar skyldu senda sýslumönnum skýrslur um þá, sem látist höfðu og verið grafnir í prestaköllum þeirra á hverju ári samkvæmt kansellíbréfum frá 29. febrúar 1820 og 15. nóvember 1828.29Lovsamling for Island VIII, bls. 113–114; IX, bls. 350–351. Var það í tengslum við arfaskipti. Þar mun kominn stofninn að skiptaskýrslum, sem eru í skjalasöfnum Umboðslegrar endurskoðunar og síðar Ríkisendurskoðunar allt frá árinu 1843. Sem sáttanefndarmenn hafa prestar væntanlega séð um að senda amtmönnum, síðar sýslumönnum, skýrslur um mál, sem lögð höfðu verið til sátta, á hver hefði verið sæst, og hverjum hafi verið vísað til dómstóla, eftir tilskipun 20. janúar 1797.30Lovsamling for Island VI, bls. 219 (51. liður), 271 (37. liður). Við afnám amta tóku sýslumenn að skipa sáttanefndir, Stjórnartíðindi 1904 A, bls. 34–35; Stjórnartíðindi 1897 A, bls. 102–107. Sjá einnig Sáttanefndir. Þá áttu prestar að senda sýslumönnum vottorð um mannfjölda í sóknum sínum.31Ekki hafa fundist fyrirmæli um manntalsskýrslugjöf presta, en dæmi sjást í bréfabók prests, ÞÍ. Kirknasafn. Hvammur í Hvammssveit CB/4. Bréfabók 1921–1943. Prestar áttu að senda prófasti sínum skýrslu til verðlagsskrár, byggða á gangverði því, sem tíðkast hefði í sóknum þeirra árið, sem var að líða. Skýrslan skyldi gefin í lok kauptíðar (októbermánaðarlok).32Lovsamling for Island VII, bls. 693–697 (sjá a-lið, bls. 695, um skyldu presta); Jón Pjetursson, Íslenzkur kirkjurjettur. Reykjavík 1863, bls. 146 (8. liður). Um skeið áttu prestar ásamt formanni skattanefndar og þriðja manni, sem hreppsnefnd tilnefndi eða bæjarstjórn kaus, að semja í október ár hvert verðlagsskýrslur, sem senda átti sýslumanni fyrir nóvemberlok ár hvert.33Stjórnartíðindi 1897 A, bls. 102–105. (Sjá umfjöllun um Verðlagsskrár). Þá bar prestum að skila skýrslum um fæðingar, skírnir, nafngiftir, hjónavígslur og mannslát til Hagstofu Íslands eftir reglum, sem Hagstofan setti. Sjá lög nr. 54/1962, 27. apríl, um þjóðskrá og almannaskráningu.34Stjórnartíðindi 1962 A, bls. 66 (4. gr., annar liður). Samkvæmt lögum um Þjóðskrá nr. 51/2006, 2. júní, ber prestum að skila til hennar skýrslum um nafngjafir (með eða án skírnar), hjónavígslur og mannslát. Þau ákvæði eru (2017) komin inn í lög nr. 54/1962, 27. apríl, um þjóðskrá og almannaskráningu.35Vef. http://www.althingi.is/lagas/nuna/1962054.html, sótt 23. nóvember 2017.
Þá áttu prestar og löggiltir forstöðumenn utanþjóðkirkjusafnaða að senda héraðslæknum skýrslur um fólksfjölda, fæðingar og andlát í prestakallinu á sama tíma og sams konar skýrslur til prófasts samkvæmt stjórnaráðsbréfi 6. desember 1907, svo og skýrslur um dána og dánarmein samkvæmt lögum nr. 30/1911, 11. júlí, samanber lög um dánarvottorð og dánarskýrslur nr. 42/1950, 8. maí. Þessi ákvæði virðast hafa fallið úr gildi, hvað varðar dánartilkynningar og dauðamein, með lögum um dánarvottorð nr. 64/1962, 15. apríl.36Stjórnartíðindi 1907 B, bls. 216; 1911 A, bls. 192–195; 1950 A, bls. 45 (8. grein); 1962 A, bls. 101–104. Nú (2017) eru í gildi lög nr. 61/1998, 12. júní, um dánarvottorð, krufningar o.fl. Vef. http://www.althingi.is/lagas/nuna/1998061.html, sótt 23. nóvember 2017.
Einnig áttu prestar samkvæmt lögum um sóknargjöld nr. 40/1909 (11. grein) að láta sóknarnefndum í té skýrslur um manntal safnaðarins til innheimtu sóknar- og kirkjugjalda, svo og í lögum um sóknargjöld nr. 36/1948, 1. apríl.37Stjórnartíðindi 1909 A, bls. 206–207; 1948 A, bls. 131 (8. grein). Það ákvæði féll niður í lögum nr. 80/1985, 2. júlí, um sóknargjöld o.fl.38Stjórnartíðindi 1985 A, bls. 268–270.
Ennfremur var það skylda presta að láta hreppsnefndum og nefndum, sem bæjarstjórnir völdu til þess að semja ellistyrktarsjóðsskýrslur, í té nauðsynlegar skýrslur úr sóknarmannatölum, lög nr. 17/1909, 9. júlí, 5. grein.39Stjórnartíðindi 1909 A, bls. 122–125. Þá má sjá, að prestar hafa sent oddvitum hreppsnefnda skýrslur um breytingar á gjaldendum til Tryggingastofnunar ríkisins (1938–1942) og breytingar á kjósendum, svo og vottorð um mannfjölda a.m.k. fram yfir 1940.40ÞÍ. Kirknasafn. Hvammur í Hvammssveit CB/4. Bréfabók 1921–1943.
Rétt er að benda á legorðsbrotaskýrslur presta, sem þeir sendu sýslumönnum samanber rentukammerbréf til Nielsar Fuhrmann amtmanns 22. maí 1728 um sýsluafgjöld, sakeyri og vogrek.41Lovsamling for Island II, bls. 87–88; Alþingisbækur Íslands XI, bls. 475–477. Síðar urðu prófastar milligöngumenn og sendu sýslumönnum og síðar amtmönnum skýrslurnar samkvæmt ákvæðum tilskipunar um legorðsbrotasektir 4. apríl 1772.42Lovsamling for Island III, bls. 748 (neðanmáls); Alþingisbækur Íslands XV, bls. 307. Þessi skýrslugjöf hélst fram eftir 19. öld. Hegning við því að eiga þrjú eða fleiri börn í lausaleik, sitt með hverjum, var afnumin með almennum hegningarlögum frá árinu 1869, sem tóku gildi 1. ágúst 1870. Hórdómur varðaði fangelsisvist nema sambúð væri slitið og aðrar málsbætur væru til, þá sektum. Aðeins skyldi hefja opinbera málssókn, að það hjónanna, sem brotið væri gegn, krefðist þess.43Tíðindi um stjórnarmálefni Íslands II. Kaupmannahöfn 1870, bls. 679–684. Sjá og Tíðindi frá Alþingi Íslendinga/Alþingistíðindi 1867 II, bls. 144. Þar er talað um lausaleiksbrotin.
Samkvæmt starfsreglum prófasta frá 10. desember 1998 (26. grein) bar prófasti að senda biskupi árlega skýrslur úr öllum prestaköllum prófastsdæmisins, og prófastur átti að hafa með höndum skýrslugerð og upplýsingamiðlun til kirkjustjórnarinnar, en ekki kom fram, um hvaða skýrslur var að ræða. Einnig bar prófasti samkvæmt sömu reglum að halda skrá um allar sóknarnefndir og safnaðarfulltrúa og starfsmenn safnaða og gera biskupi viðvart um allar breytingar.44Stjórnartíðindi 1998 B, bls. 2170. Og í sömu starfsreglum (27. grein) sagði, að prófastur skyldi hafa eftirlit með því, að prestar skili embættisskýrslum til Hagstofu Íslands.45Stjórnartíðindi 1998 B, bls. 2170. Í starfsreglum um prófasta nr. 7/2006, 28. grein, segir, að prófasti beri að annast um, að biskupi Íslands berist árlega skýrslur úr öllum prestaköllum prófastsdæmisins. Þar eru enn (2017) inni í sömu grein ákvæði um skýrslugerð og upplýsingamiðlun prófasts til kirkjustjórnarinnar, svo og að prófastur skuli halda skrá um sóknarnefndir og safnaðarfulltrúa, valnefndir og starfsmenn safnaða og tilkynna biskupi um breytingar. Einnig eru þar fyrirmæli um eftirlit prófasts með því, að prestar skili embættisskýrslum til Þjóðskrár (30. grein).46Vef. http://www2.kirkjuthing.is/gerdir/2006/7, sótt 23. nóvember 2017.
Skýrslugjöf presta hefur breyst mjög á síðustu árum. Frá ársbyrjun 2010 eiga þeir að skila skýrslum rafrænt beint til Biskupsstofu samkvæmt fyrirmælum biskups frá 12. febrúar 2010.47Bréf til presta þjóðkirkjunnar 12. febrúar 2010 frá Þorvaldi Karli Helgasyni, þáverandi biskupsritara, fengið í tölvupósti frá Þorvaldi Víðissyni biskupsritara 23. september 2016, thorvaldur@biskup.is. Prófastar hafa aðgang að þeim skýrslum til þess að fylgjast með því, hvort skýrslum sé skilað. Starfsskýrslur presta eru orðnar mjög ítarlegar, messuskýrslur eiga að berast Biskupsstofu mánaðarlega og sömuleiðis tölulegar samantektir um messugerðir, skírnir, fermingar, hjónavígslur og útfarir. Nákvæmar skýrslur um skírnir eru sendar Þjóðskrá en jafnframt til félagatals þjóðkirkjunnar, sömuleiðis eru slíkar skýrslur um fermingar sendar Biskupsstofu. Hjónavígslur eru tilkynntar Þjóðskrá en útfarir Kirkjugarðaráði, sem sér um að koma upplýsingunum inn á www.gardur.is.48Upplýsingar úr samtali við Þorvald Víðisson biskupsritara 10. maí 2016.
Tilvísanir
↑1 | Lovsamling for Island II, bls. 226–227. |
---|---|
↑2 | Lovsamling for Island V, bls. 102–104. |
↑3 | Lovsamling for Island V, bls. 587–588; IV, bls. 132–133. |
↑4 | Lovsamling for Island II, bls. 505–509 (tilskipun um ferminguna 29. maí 1744, sjá 6. grein), 667–668 (erindisbréf biskupa 1. júlí 1746, sjá niðurlag 64. greinar). |
↑5 | Lovsamling for Island VI, bls. 447–448, 592–594. |
↑6 | Stjórnartíðindi 1907 B, bls. 216. |
↑7 | Lovsamling for Island X, bls. 671–677; XI, bls. 118, sbr. bls. 276–277. |
↑8 | Lovsamling for Island VI, bls. 656; IX, bls. 233–234. |
↑9 | ÞÍ. Bps. A. VI. Ársskýrslur presta og prófasta; ÞÍ. Bps. A. IV, 26. Bréfabók Hannesar biskups Finnssonar 1785–1787, bls. 118–124. |
↑10 | ÞÍ. Bps. B. VII. Ársskýrslur presta og prófasta; ÞÍ. Bps. B. V, 11. Bréfabók Árna biskups Þórarinssonar 1783–1787, bls. 280. |
↑11 | ÞÍ. Bps. C. III, 26. Bréfabók biskups yfir Íslandi 1838–1839, bls. 393–395. (Sjá neðst á bls. 394 og áfram). |
↑12 | Lovsamling for Island II, bls. 470–472. |
↑13 | ÞÍ. Bps. A. IV, 14. Bréfabók Finns officialis Jónssonar 1743–1747, bl. 32r–v; ÞÍ. Bps. A. IV, 65. Skýrslur um prestaekkjur og uppgjafapresta. Dánarbú, kollektufé, eftirlaun o.fl. 1743–1801. — Spurningar og svör eru varðveitt í skjalasöfnum biskupa, bréfahlutanum, sem „Spurningar (quæstiones solvendæ) lagðar fyrir kandidata og stúdenta og svör við þeim“. Síðustu varðveittu svörin virðast vera frá árinu 1888. |
↑14 | ÞÍ. Biskupsskjalasafn 1994–E/5. Bréfabók biskupsdæmis Íslands 1912–1913 (bréf nr. 247–266 árið 1913). |
↑15 | Lovsamling for Island I, bls. 607–610; II, 191–193, 715–716. |
↑16 | Lovsamling for Island III, bls. 48–52. |
↑17 | ÞÍ. Biskupsskjalasafn 1994–D/17. Bréf til og frá Norður-Múla-/Múlaprófastsdæmi 1961–1980 (örk 1, bréf prófasts 21. maí 1969). Undantekning er, ef þessar skýrslur liggja með bréfum síðari áranna. Prófastur hefur líklega yfirleitt sent biskupi neitandi vottorð, þ.e. engir uppgjafaprestar eða prestsekkjur verið í prófastsdæminu. |
↑18 | Lovsamling for Island IV, bls. 625; V, bls. 85; ÞÍ. Bps. B. V, 11, bls. 42–43; ÞÍ. Bps. A. IV, 26, bls. 71–72. |
↑19 | Lovsamling for Island XII, bls. 378. |
↑20 | Lovsamling for Island VI, bls. 658. |
↑21 | Lovsamling for Island XVIII, bls. 596–597; XXI, bls. 439–440; Stjórnartíðindi 1904 B, bls. 178. |
↑22 | Upplýsingar fengnar frá starfandi sóknarpresti árið 2005. |
↑23 | Fyrirmæli um slíkar skýrslur eru í bréfi biskups til prófasta 7. júní 1881, ÞÍ. Bps. C. III. 54. Bréfabók biskupsdæmis Íslands, bls. 158–159. |
↑24 | Þegar prestur hafði prestssetur í ábúð eða umsjón sinni, naut hann arðs eða afgjalds þess. Aðrar tekjur presta af fasteignum voru: Lóðargjöld á landi prestssetursins, arður af ítökum, sem prestur notaði sjálfur og prestsmata. Prestur tók laun undir sjálfum sér eftir því, sem þessar tekjur hrukku til. Einar Arnórsson, Íslenzkur kirkjuréttur. Reykjavík 1912, bls. 109. |
↑25 | Stjórnartíðindi 1907 A, bls. 292–293, 298–299; 1919 A, bls. 226 (34. gr.); Vef. http://www.althingi.is/lagas/nuna/1907046.html, sótt 23. nóvember 2017. |
↑26 | ÞÍ. Biskupsskjalasafn 2003. Gjörðabók kirkjuráðs 1932–1978, bls. 3, 9. |
↑27 | ÞÍ. Biskupsskjalasafn 1994–D/17. Bréf til og frá Norður-Múlaprófastsdæmi 1961–1980 (örk 2). |
↑28 | ÞÍ. Skjalasafn fjármálaráðuneytisins 1991–B/62. Stjr. Ísl. III Db. 1, nr. 878, liggur með Db. 1, nr. 939. |
↑29 | Lovsamling for Island VIII, bls. 113–114; IX, bls. 350–351. |
↑30 | Lovsamling for Island VI, bls. 219 (51. liður), 271 (37. liður). Við afnám amta tóku sýslumenn að skipa sáttanefndir, Stjórnartíðindi 1904 A, bls. 34–35; Stjórnartíðindi 1897 A, bls. 102–107. Sjá einnig Sáttanefndir. |
↑31 | Ekki hafa fundist fyrirmæli um manntalsskýrslugjöf presta, en dæmi sjást í bréfabók prests, ÞÍ. Kirknasafn. Hvammur í Hvammssveit CB/4. Bréfabók 1921–1943. |
↑32 | Lovsamling for Island VII, bls. 693–697 (sjá a-lið, bls. 695, um skyldu presta); Jón Pjetursson, Íslenzkur kirkjurjettur. Reykjavík 1863, bls. 146 (8. liður). |
↑33 | Stjórnartíðindi 1897 A, bls. 102–105. |
↑34 | Stjórnartíðindi 1962 A, bls. 66 (4. gr., annar liður). |
↑35 | Vef. http://www.althingi.is/lagas/nuna/1962054.html, sótt 23. nóvember 2017. |
↑36 | Stjórnartíðindi 1907 B, bls. 216; 1911 A, bls. 192–195; 1950 A, bls. 45 (8. grein); 1962 A, bls. 101–104. Nú (2017) eru í gildi lög nr. 61/1998, 12. júní, um dánarvottorð, krufningar o.fl. Vef. http://www.althingi.is/lagas/nuna/1998061.html, sótt 23. nóvember 2017. |
↑37 | Stjórnartíðindi 1909 A, bls. 206–207; 1948 A, bls. 131 (8. grein). |
↑38 | Stjórnartíðindi 1985 A, bls. 268–270. |
↑39 | Stjórnartíðindi 1909 A, bls. 122–125. |
↑40 | ÞÍ. Kirknasafn. Hvammur í Hvammssveit CB/4. Bréfabók 1921–1943. |
↑41 | Lovsamling for Island II, bls. 87–88; Alþingisbækur Íslands XI, bls. 475–477. |
↑42 | Lovsamling for Island III, bls. 748 (neðanmáls); Alþingisbækur Íslands XV, bls. 307. |
↑43 | Tíðindi um stjórnarmálefni Íslands II. Kaupmannahöfn 1870, bls. 679–684. Sjá og Tíðindi frá Alþingi Íslendinga/Alþingistíðindi 1867 II, bls. 144. Þar er talað um lausaleiksbrotin. |
↑44 | Stjórnartíðindi 1998 B, bls. 2170. |
↑45 | Stjórnartíðindi 1998 B, bls. 2170. |
↑46 | Vef. http://www2.kirkjuthing.is/gerdir/2006/7, sótt 23. nóvember 2017. |
↑47 | Bréf til presta þjóðkirkjunnar 12. febrúar 2010 frá Þorvaldi Karli Helgasyni, þáverandi biskupsritara, fengið í tölvupósti frá Þorvaldi Víðissyni biskupsritara 23. september 2016, thorvaldur@biskup.is. |
↑48 | Upplýsingar úr samtali við Þorvald Víðisson biskupsritara 10. maí 2016. |