Sóknarmenn

Síðast breytt: 2023.10.19
Slóð:
Áætlaður lestími: < 1 mín

Fimm menn í hverjum hreppi, sem best þættu til þess fallnir, skyldu valdir til þess að skipta tíundum og matgjöfum og taka eiða af mönnum. Voru það jafnt bændur sem heimilismenn þeirra.1Grágás. Lagasafn íslenska þjóðveldisins, bls. 36, 180–181. Sjá og tíundarlög frá 1096, Lovsamling for Island I, bls. 2, 8. grein. Jónsbók segir fimm menn, þeir sem best þættu til þess fallnir, skyldu valdir til þess að hafa stjórn og forsjá fyrir því, er hreppinn varðaði, og skipta tíundum öllum og matgjöfum, sem fátækir menn ættu, og af helgra daga veiðum. Er þar talað um hreppstjóra eða hreppstjórnarmenn en ekki sóknarmenn.2Jónsbók. Lögbók Íslendinga hver samþykkt var á alþingi árið 1281 og endurnýjuð um miðja 14. öld en fyrst prentuð árið 1578, bls. 146–147. (Sjá Framfærslumál og sveitfesti í Orðabelg Þjóðskjalasafns Íslands.)

Tilvísanir

Tilvísanir
1 Grágás. Lagasafn íslenska þjóðveldisins, bls. 36, 180–181. Sjá og tíundarlög frá 1096, Lovsamling for Island I, bls. 2, 8. grein.
2 Jónsbók. Lögbók Íslendinga hver samþykkt var á alþingi árið 1281 og endurnýjuð um miðja 14. öld en fyrst prentuð árið 1578, bls. 146–147.
Var efnið gagnlegt?
Nei | 0 0 af 0 mátu greinina gagnlega.
Skoðað: 9