Stofnlánadeild landbúnaðarins

Síðast breytt: 2023.11.23
Slóð:
Áætlaður lestími: 1 mín

Stofnlánadeild landbúnaðarins, deild í Búnaðarbanka Íslands, var stofnuð samkvæmt lögum um Stofnlánadeild landbúnaðarins, landnám, ræktun og byggingar í sveitum nr. 75/1962.1Stjórnartíðindi 1962 A, bls. 146–160. Stofnlánadeildin tók yfir eignir Ræktunarsjóðs Ísland og Byggingarsjóðs sveitabæja, sem þar með voru úr sögunni. Hlutverk deildarinnar var eftir 6. grein laganna að veita stofnlán:

1) til endurbyggingar íbúðarhúsa á sveitabýlum og til byggingar íbúðarhúsa á nýbýlum,

2) til jarðræktar og mannvirkja ýmiss konar við landbúnað, til mannvirkja í þágu landbúnaðarins, til bústofnsauka og til kaupa á vélum, sem væru notaðar við landbúnað.

Hlutverk Stofnlánadeildar var í lögum nr. 45/1971 sagt vera að efla framleiðslu og framleiðni í íslenskum landbúnaði og treysta byggð í sveitum landsins. Veita fjármagn til framkvæmda á sveitabýlum og til þjónustufyrirtækja landbúnaðarins.2Stjórnartíðindi 1971 A, bls. 102–114. Þá höfðu lögin frá 1962 verið tekin til gagngerrar endurskoðunar.3Vef. https://www.althingi.is/altext/91/r_txt/2055.txt, sótt 3. nóvember 2023. Sá kafli laganna, þar sem fjallað var sérstaklega um Stofnlánadeildina var endurgerður í lögum nr. 68/1973.4Stjórnartíðindi 1973 A, bls. 177–181. Einhverjar lagabreytingar voru gerðar síðar en verða ekki taldar hér.

Stofnlánadeild landbúnaðarins var lögð niður í árslok 1997 og við tók Lánasjóður landbúnaðarins með lögum nr. 68/1997.5Stjórnartíðindi 1997 A, bls. 170–172. Lánasjóður landbúnaðarins komst síðan undir Landsbanka Íslands.

Óvíst er, hvar skjöl Stofnlánadeildar landbúnaðarins og þar með Ræktunarsjóðs eru niðurkomin, þegar þetta er skrifað.

Tilvísanir

Tilvísanir
1 Stjórnartíðindi 1962 A, bls. 146–160.
2 Stjórnartíðindi 1971 A, bls. 102–114.
3 Vef. https://www.althingi.is/altext/91/r_txt/2055.txt, sótt 3. nóvember 2023.
4 Stjórnartíðindi 1973 A, bls. 177–181.
5 Stjórnartíðindi 1997 A, bls. 170–172.
Var efnið gagnlegt?
Nei | 0 0 af 0 mátu greinina gagnlega.
Skoðað: 19