Sveitarbók

Síðast breytt: 2020.05.09
Áætlaður lestími: 1 mín

Við biskupsvisitasíu á Hrafnagili í Eyjafirði árið 1791 er nefndur meðal embættisbóka „Sveitar protocoll“, sömuleiðis við biskupsvisitasíu í Garði í Kelduhverfi árið 1794.1ÞÍ. Kirknasafn. Hrafnagil AA/2, bl. 39r; ÞÍ. Kirknasafn. Garður AA/3, bl. 35r. Hannes Finnsson Skálholtsbiskup skrifaði Hans Levetzow stiftamtmanni bréf 7. nóvember 1785 og lét illa yfir skyldugu eftirliti með fátækramálum. Prestar ættu að hafa eftirlit með úthlutun fátækrafjár í sóknum sínum og umsjón með, að fátækum börnum yrði komið fyrir hjá þeim bændum, sem hæfastir væru til kristindómsfræðslu. Prófastar og biskup ættu að hafa eftirlit með prestunum í þessu efni sem öðrum.

Biskup sagði, að sér hefði verið erfitt að fylgja því eftir við visitasíur, því að skriflegar heimildir væru af skornum skammti og óstaðfestar. Lagði hann til, að í hverjum hreppi yrði til bók um fátækramálefni, kostuð af hreppnum, en tölusett, gegndregin og árituð af sýslumanni. Þar kæmu fram allar tekjur vegna fátækramála, meðferð þeirra og nöfn ómaga og hvar þeim yrði komið fyrir. Hreppstjórar undirrituðu ársreikninga ásamt presti, en prestur varðveitti bókina.2ÞÍ. Biskupsskjalasafn, Bps. A. IV, 26. Bréfabók Hannesar Finnssonar 1785–1787, bls. 312–313.

Levetzow stiftamtmaður svaraði 2. desember 1785, féllst á tillöguna og kvaðst hafa sent öllum sýslumönnum dreifibréf þess efnis og bað biskup að boða prestum að fara eftir þessu.3ÞÍ. Biskupsskjalasafn, Bps. A. IV, 45. Stiftamtmannsbréf 1785–1790.

Hannes biskup tilkynnti próföstum þetta með umburðarbréfi 20. desember sama ár.4ÞÍ. Biskupsskjalasafn, Bps. A. IV, 26, bls. 331–332. Þetta skýrir af hverju hreppsbækur byrja í allmörgum hreppum í Skálholtsbiskupsdæmi árið 1786. Levetzow hefur síðan skrifað rentukammeri um málið, sem sendi danska kansellíi útdrátt úr því bréfi. Lyktir málsins urðu þau, að kansellíið staðfesti þetta fyrirkomulag í bréfi 11. júlí 1789.5Lovsamling for Island V, bls. 644–645.

Tilvísanir

Tilvísanir
1 ÞÍ. Kirknasafn. Hrafnagil AA/2, bl. 39r; ÞÍ. Kirknasafn. Garður AA/3, bl. 35r.
2 ÞÍ. Biskupsskjalasafn, Bps. A. IV, 26. Bréfabók Hannesar Finnssonar 1785–1787, bls. 312–313.
3 ÞÍ. Biskupsskjalasafn, Bps. A. IV, 45. Stiftamtmannsbréf 1785–1790.
4 ÞÍ. Biskupsskjalasafn, Bps. A. IV, 26, bls. 331–332.
5 Lovsamling for Island V, bls. 644–645.
Var efnið gagnlegt?
Nei | 0 0 af 0 mátu greinina gagnlega.
Skoðað: 62