Þing – Umdæmi, þinghár, sýslur

Síðast breytt: 2025.03.17
Slóð:
Áætlaður lestími: 1 mín

Samkvæmt lögbókunum Járnsíðu og Jónsbók var landinu skipt í 12 umdæmi með ákveðin landfræðileg mörk, sem kölluðust þing, runnin frá hinum fornu vorþingum; skipting sýslna á þar rætur að rekja. 1Einar Laxness og Pétur Hrafn Árnason: Íslandssaga A–Ö. Reykjavík 2015, bls. 569.

Þessi 12 umdæmi voru:

            Múlaþing (síðar Norður- og Suður-Múlasýslur, stundum einnig Mið-Múlasýsla),

            Skaftafellsþing (síðar Austur- og Vestur-Skaftafellssýslur),

            Rangárþing (síðar Rangárvallasýsla),

            Árnesþing (síðar Árnessýsla),

            Kjalarnesþing (síðar Gullbringu- og Kjósarsýslur, síðar Gullbringu- og Kjósarsýsla),

            Þverárþing (stundum Þverárþing sunnan og vestan Hvítár, Borgarfjarðar- og Mýrasýslur, síðar Borgarfjarðar- og Mýrasýsla / Mýra- og Borgarfjarðarsýsla),

            Þórsnesþing (síðar Hnappadals-, Snæfellsness- og Dalasýslur, síðast Snæfellsness- og Hnappadalssýsla og Dalasýsla),

            Þorskafjarðarþing (síðar Barðastrandar-, Ísafjarðar- og Strandasýslur (stundum Austur- og Vestur-Barðastrandarsýslur, Vestur- og Norður-Ísafjarðarsýslur og Strandasýsla)),

            Húnavatnsþing (Húnavatnssýsla (stundum Vestur- og Austur-Húnavatnssýslur)),

            Hegranesþing (Skagafjarðarsýsla),

            Vaðlaþing (Eyjafjarðarsýsla),

            Þingeyjarþing (Þingeyjarsýsla (stundum Suður- og Norður-Þingeyjarsýslur)).

(Heimildir: Einar Laxness og Pétur Hrafn Árnason: Íslandssaga A–Ö. Reykjavík 2015, bls. 568–569; Finnur Jónsson: „Sýsla — Sýslumaður“, Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 45 (1936), bls. 1–6; Jónsbók. Már Jónsson tók saman. Reykjavík 2004, bls. 81–83.)

Tilvísanir

Tilvísanir
1 Einar Laxness og Pétur Hrafn Árnason: Íslandssaga A–Ö. Reykjavík 2015, bls. 569.
Var efnið gagnlegt?
Nei | 0 0 af 0 mátu greinina gagnlega.
Skoðað: 7