Þriðja skrifstofa Stjórnarráðs Íslands

Síðast breytt: 2021.06.23
Slóð:
Áætlaður lestími: 1 mín

3. skrifstofa Stjórnarráðs Íslands varð til, þegar Íslendingar fengu heimastjórn árið 1904 með einum ráðherra. Stjórnarráðinu var skipt í þrjár deildir/skrifstofur. 3. skrifstofa fór með endurskoðun og reikningsmál. Eða svo nokkuð sé nefnt: Aðflutningsbann á áfengi, bið- og eftirlaun, fjárlög og fjármál ríkisins, Hagstofuna, húsavirðingar vegna skattgreiðslna, landshagsskýrslur, landsreikning, lán úr landssjóði og lántökur hans, manntal á Íslandi, reikningsskil embættis- og umboðsmanna, skattamál, skipshafnaskrár, skráningu skipa, tollamál, verðlagsskrár og yfirskoðun landsreikninga. Sjá Agnar Kl. Jónsson, Stjórnarráð Íslands 1904-1964, bls. 317-321. Gjaldkerastörf ríkissjóðs, sem landfógeti hafði áður annast, voru falin Landsbanka Íslands sem tók að sér „móttöku á tekjum landssjóðs og greiðslu á gjöldum hans, innheimtu á tekjum viðlagasjóðs og greiðslu fjár úr honum, greiðslu fyrir aðalríkissjóð og móttöku fjár fyrir hann, þegar svo stendur á innheimtu á gjöldum fyrir lífsábyrgðarstofnun ríkisins og greiðslur fyrir hana, og að öllu öðru leyti.“ Í Landsbankanum var skipaðu sérstakur embættismaður til að annast þessi störf, gjaldkeri landssjóðs/landsféhirðir. Sjá Agnar Kl. Jónsson, Stjórnarráð Íslands 1904-1964, bls. 64-65, 383. Síðla árs 1918 voru störf landsféhirðis skilin frá Landsbankanum og lögð undir fjármáladeild Stjórnarráðsins. Næsta ár var stofnuð sérstök skrifstofa ríkisféhirðis. Sjá Agnar Kl. Jónsson, Stjórnarráð Íslands 1904-1964, bls. 384-385.

Sérstakur maður var ráðinn til að annast bókhald landssjóðs árið 1910 (unnið á ábyrgð landsféhirðis/ríkisféhirðis) og settur aðalbókari við reikningshald hjá ríkisféhirði. Þá fór ábyrgðin á bókhaldinu frá ríkisféhirði til ríkisbókhalds eins og það mun hafa verið nefnt frá því upp úr 1930. Sjá Agnar Kl. Jónsson, Stjórnarráð Íslands 1904-1964, bls. 387-389.

Árið 1917 voru viðfangsefni fjármáladeildarinnar: Fjármál landsins, skatta- og tollamál, hin umboðslega endurskoðun, embættisveð, eftirlaunamál, yfirumsjón mælingar og skrásetning skipa. Árið 1921 varð deildin að fjármálaráðuneyti og árið 1922 voru bankar og sparisjóðir lagðir til þess frá atvinnu- og samgöngumálaráðuneytinu. Sjá Agnar Kl. Jónsson, Stjórnarráð Íslands 1904-1964, bls. 327-330.

Bankamál fóru frá fjármálaráðuneytinu til viðskiptamálaráðuneytis árið 1939. Sjá Agnar Kl. Jónsson, Stjórnarráð Íslands 1904-1964, bls. 380.

Ríkisendurskoðun verður til sem sérstök skrifstofa árið 1931, áður nefnd endurskoðunardeild fjármálaráðuneytisisns, en áður var öll endurskoðun ríkisreikninga framkvæmd af starfsmönnum fjármálaráðuneytisins og oft fengnir til þess fyrrverandi embættismenn. Sjá Agnar Kl. Jónsson, Stjórnarráð Íslands 1904-1964, bls.394-395.

Var efnið gagnlegt?
Nei | 0 1 af 1 mátu greinina gagnlega.
Skoðað: 63