Umboð – Konungsumboð

Síðast breytt: 2025.03.18
Slóð:
Áætlaður lestími: 21 mín

Noregskonungur lagði undir sig Bessastaði eftir lát Snorra Sturlusonar 1241 og hugsanlega fleiri jarðir Snorra. Skógaeignir undir Eyjafjöllum féllu undir konung eftir ættvíg árið 1391, jarðeignir Árna Ólafssonar Skálholtsbiskups (d. um 1425) gengu upp í skuldir við konung, þar á meðal Vestmannaeyjar og Skógarstrandarjarðir, Merkureignir undir Eyjafjöllum urðu konungseign eftir Krossreið árið 1471 og ýmsar jarðir Bjarna Ólasonar í Hvassafelli í Eyjafirði komu undir konung árið 1492. Talið er, að ýmsar jarðeignir, sem féllu undir konung fyrir siðaskipti, hafi verið keyptar aftur, annað hvort af erfingjum hinna seku eða „innlendum yfirgangsmönnum“. 1Jón Þorkelsson: Skrá um skjöl og bækur í Landsskjalasafninu í Reykjavík III. Reykjavík 1910, bls. XXIV–XXV.

Konungur lagði ekki aðeins undir sig eignir klaustra og síðustu kaþólsku biskupanna við siðaskiptin. Jarðir sona Jóns Arasonar biskups, Björns prests á Melstað og Ara lögmanns, voru þar vænn skammtur. (Sjá hér síðar Strandasýslu-, Húnavatns- og Vatnsdalsjarðir, Eyjafjarðarjarðir ýmsar, Norðursýslu- og Reykjadalsjarðir). Árið 1556 neyddi konungsvaldið Skálholtsbiskup til þess að láta frá sér ýmsar jarðir Skálholtsstóls á Seltjarnarnesi og fá í staðinn Bjarnaneseignir, sem Jón Arason hafði átt. 2Íslenzkt fornbréfasafn XIII, bls. 138–139. Og á árunum 1563–1565 tók konungur undir sig ýmsar Skálholtsjarðir í Gullbringu- og Kjósarsýslum og lét í staðinn jarðir í Borgarfjarðar- og Kjósarsýslum. 3Íslenzkt fornbréfasafn XIV, bls. 66–67, 155–158, 443.

Konungsjarðir á Íslandi eiga að hafa verið 570 samkvæmt jarðabók Jens Söffrenssonar frá 1639 og áttu að hafa aukist á ýmsan hátt frá siðaskiptum. 4Jón Þorkelsson: Skrá um skjöl og bækur í Landsskjalasafninu í Reykjavík III, bls. XXV. Þó höfðu allnokkrar konungsjarðir verið lagðar til styrktar fátækum prestum í Skálholtsbiskupsdæmi árið 1580. 5Lovsamling for Island I, bls. 110–111. Eftir það bættust við, meðal annarra eigna, svonefnt Hengigóss (hluti úr Hofi í Öræfum) árið 1646 og jarðir Ásbjarnar Guðmundssonar í Ólafsvík, sem hann gaf kóngi árið 1663. 6Jón Þorkelsson: Skrá um skjöl og bækur í Landsskjalasafninu í Reykjavík III, bls. XXV. Raunar átti að selja þetta gjafagóss Ásbjarnar. 7Alþingisbækur Íslands VII, bls. 104. Ekki hefur fundist enn, hvaða jarðir þetta voru og hvort af sölunni hafi orðið. Mjög saxaðist á konungseignir á Íslandi árið 1675, þegar konungur afsalaði Henrik Bjelke höfuðsmanni meir en 80 jörðum eða jarðahlutum. 8Lovsamling for Island I, bls. 351; Alþingisbækur Íslands VII, bls. 443–448; Jarðatal á Íslandi. Gefið út af J. Johnsen. Kaupmannahöfn 1847, bls. 443–446.

Upphaflega voru skil milli klaustraeigna og annarra eigna konungs, en mörkin urðu oft óglögg, svo að jarðir, sem runnu til konungs, komu í hlut nálægs umboðs eða klausturs. Urðu umboð og/eða klaustraeignir um sjöttungur allra jarðeigna á Íslandi. Umboðsmenn klaustraeigna kölluðust klausturhaldarar (forpagtarar) eða umboðsmenn og varð síðara nafnið algengara, enda urðu til ýmis minni umboð eins og síðar verður vikið að.

Hirðstjóri eða konungur sjálfur veitti umboð eftir uppboð á alþingi, til nokkurra ára í senn, fyrir ákveðið afgjald, síðar ævilangt. Umboðsmaður innheimti landskuldir og leigur og greiddi konungsfulltrúa ekki síðar en á Jónsmessu árlega. Eftir 1683 runnu afgjöld umboða í Jarðabókarsjóð sem var í umsjá landfógeta.

Oft fékk sami maður umboð og sýslumannsembætti. Árið 1607 var gefin út tilskipun um, að klaustur, sýslur, konungsjarðir og aðrar konungseignir skyldi veita til lífstíðar. 9Lovsamling for Island I, bls. 149–150. Árið 1776 var boðið, að við fráfall umboðsmanns skyldi umboðið boðið upp til leigu á alþingi og leigu komið til landfógeta fyrir 1. september hvert ár. 10Lovsamling for Island IV, bls. 238–244.

Sjá má af Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, að menn fengu konungsjarðir í makaskiptum fyrir aðrar jarðir, sem dæmi eru um frá árinu 1694. Þá keypti Sigríður Hákonardóttir á Syðra-Rauðamel Ytri- og Syðrigarða í Staðarsveit en lét í staðinn Ytra-Skógarnes í Eyjarhreppi og Hamraenda í Breiðuvík og Magnús Jónsson keypti hálfa Tungu og Mávahlíð í Neshreppi (innan Ennis) en lét í staðinn Húsanes í Breiðuvík, Ytri- og Innribug og Arnarhól í Neshreppi (innan Ennis). 11Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns V, bls. 76, 121–122, 147, 150, 238–239, 254, 256; sbr. Alþingisbækur Íslands VIII, bls. 442-443. Fleiri slík makaskipti eða sölur á konungseignum munu hafa farið fram.

Þess eru dæmi, að prestar í rýrum prestaköllum fengju umboð konungsjarða sér til hagsbótar, t.d. fékk Sandfellsprestur Skaftafell og svonefnt „Hengigóss“ árið 1736 (og aftur árið 1752) og prestar á Kálfafellsstað og í Einholti hluta úr Borgarhöfn árið 1743. 12Lovsamling for Island II, bls. 253–254, 482–483; Lovsamling for Island III, bls. 143. Þá má sjá af jarðabók Skúla Magnússonar yfir konungsjarðir, sem unnin var á árunum 1760–1767 og vitnað verður til hér á eftir, að sýslumenn fengu afgjöld einstakra jarða til launabóta. 13ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40. Af þessari jarðabók Skúla Magnússonar má sjá, að ýmis lítil umboð höfðu þá orðið til, allt niður í eina jörð eða jarðarhluta.

Sala á konungsjörðum til einstaklinga hófst að marki á síðari hluta 18. aldar. Á árunum 1784–1845 voru seldar hátt á þriðja hundrað konungsjarðir eða jarðahlutar. 14Jarðatal á Íslandi, bls. 435–442. Af því leiddi fækkun umboða eins og sjá má af Jarðabókarsjóðsreikningum. Sem dæmi má nefna, að Þykkvabæjarklausturs-, Kirkjubæjarklausturs- og Flögujarðir voru settar undir sama umboðshaldara árið 1850 (samruni Kirkjubæjarklausturs- og Flögujarða varð fyrr) en hann átti að gera sérstaka reikninga fyrir hvert umboð. 15Lovsamling for Island XIV, bls. 284–285.

Þegar einveldi Danakonungs var afnumið árið 1848, dró úr jarðasölu. Í bréfi innanríkisráðuneytisins til stiftamtmanns 13. mars 1849 var talið óheppilegt að selja konungsjarðir, meðan ekki hefði verið tekin ákvörðun um fjárhagsmálefni Íslands. 16Lovsamling for Island XIV, bls. 248–249. Nokkru eftir það virðist farið að nota orðin þjóðjarðir eða/þjóðeignir um þær eignir, sem heyrt höfðu undir konung, ef dæma má af ritinu Tíðindi um stjórnarmálefni Íslands I–III. Leyft var með lögum árið 1883 að selja allnokkrar þjóðjarðir. 17Stjórnartíðindi 1883 A, bls. 106–109. Þjóðjarðasala hélt síðan áfram með sérstökum lögum í hvert sinn. Árið 1913 voru sett lög um umboð þjóðjarða. Eftir það skyldu hreppstjórar, hver í sínum hreppi, hafa umráð yfir öllum þjóðjörðum öðrum en þeim, sem stæðu undir umsjón sýslumanna. Lögin áttu að koma til framkvæmda jafnóðum og umboð þjóðjarða losnuðu. 18Stjórnartíðindi 1913 A, bls. 40–41. Því héldust nokkur gömul jarðaumboð enn um sinn.

(Heimild: (Einar Laxness, Pétur Hrafn Árnason: Íslandssaga A–Ö, bls. 518–519.)

Til fróðleiks má benda á grein eftir Sigurð Hansen í Skýrslur um landshagi á Íslandi I. bindi, þar sem m.a. eru taldar þær þjóðjarðir, sem seldar voru á árunum 1847–1851 og birt skýrsla um þjóðjarðir á Íslandi í fardögum 1854. 19Sigurður Hansen: „Um þjóðjarðir á Íslandi“, Skýrslur um landshagi á Íslandi I. bindi. Kaupmannahöfn 1848, bls. 179–214, sjá einkum bls. 193–213.

Hér fer á eftir yfirlit yfir konungsjarðaumboð, sem tekið er eftir jarðabók Skúla Magnússonar yfir konungsjarðir frá árunum 1760–1767. 20ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40. Taldar eru upp jarðir, hjáleigur og grasbýli en þurrabúðum sleppt.

Uppsetningu jarðabókar Skúla er ekki fylgt heldur farið sólarsinnis um Ísland og byrjað á Austurlandi. Bætt er við upplýsingum úr yfirliti Jóns Þorkelssonar þjóðskjalavarðar um gömlu umboðin frá árinu 191021Jón Þorkelsson: Skrá um skjöl og bækur í Landsskjalasafninu í Reykjavík, bls. XXIV–XXVI. og jafnframt reynt að bregða svolitlu ljósi á, hvernig jarðir þessar komust í konungseigu. Það ljós verður heldur dauft.

Jarðir, sem sýslumenn í Múlasýslum höfðu:

Sýslumaður í norðurhluta Múlasýslu hafði Brekku í Hróarstungu með Brekkuseli til launauppbótar. Sýslumaður í miðhluta Múlasýslu hafði hálft Breiðavað í Eiðahreppi, Eldleysu í Mjóafjarðarhreppi, þriðjung úr Nesi, Hellisfjörð, hálfa Stuðla og 4 hundruð úr Sandvík í Norðfjarðarhreppi, fjórðung úr Helgustöðum í Reyðarfjarðarhreppi, hálfa Gestsstaði og Höfðahús í Fáskrúðsfjarðarhreppi. Sýslumaður í syðsta hluta Múlasýslu hafði Veturhús í Geithellnahreppi. 22ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40, bls. 502–505.

Skriðuklaustursjarðir. 23ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40, bls. 97–110.

Bessastaðaþingsókn (Fljótsdalshreppur) (bls. 99–101): Skriðuklaustur með Hantón; Brekka með Brekkugerði og Brekkugerðishúsum; Bessastaðir með Hamborg, Bessastaðagerði og Melum; Sturlurflötur (Sturluflöt); Víðivellir fremri með Víðivallagerði; Hrafnkelsstaðir með Brattagerði og Hrólfsgerði (báðum í eyði).

Trébrúarþingsókn (Jökuldalsárhlíðar-, Hróarstungu- og Fellahreppar) (bls. 102): Torfastaðir; Klaustursel.

Þingmúlaþingsókn (Skriðdalshreppur) (bls. 102–103): Fremra-/Litla-Sandfell; Haugar; Vað.

Hjaltastaðaþingsókn (bls. 103): Ánastaðir; Hrjótur.

Glettinganes (í Borgarfjarðarhreppi) í eyði (bls. 106).

Klyppsstaðarþingsókn (Loðmundarfjarðarhreppur) (bls. 103–104): Nes með Neshjáleigu; Stakkahlíð; Úlfsstaðir; Árnastaðir.

Hólmaþingsókn (Reyðarfjarðarhreppur) (bls. 104–105): Litla-Breiðavík; Sellátrar með Högnastöðum; Kollaleira; Eyri.

Kolfreyjustaðarþingsókn (Fáskrúðsfjarðarhreppur) (bls. 106): Kjafteyri (Kjappeyri); Vattarnes; Berunes.

Papey í Geithellnahreppi var sérstakt umboð í jarðabók Skúla Magnússonar með Vestdal, Vestdalsgerði og Hánefsstöðum í Seyðisfjarðarhreppi og Þernunesi í Fáskrúðsfjarðarhreppi. 24ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40, bls. 325–328. Papey var a.m.k. um skeið í eigu Ögmundar biskups Pálssonar25Íslenzkt fornbréfasafn IX, bls. 390. en Vestdalur, Hánefsstaðir og Þernunes voru Þykkvabæjarklaustursjarðir. 26Íslenzkt fornbréfasafn IX, bls. 190.

Skaftafellssýslujarðir í Múlasýslu og Austur-Skaftafellssýslu, sem Skúli Magnússon segir sérstakt umboð: 27ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40, bls. 331–333. Gvendarnes (Guðmundarnes) í Fáskúðsfirði hafði verið Kirkjubæjarklaustursjörð,28Íslenzkt fornbréfasafn IX, bls. 470–471. Syðri-Flatey í Mýrahreppi, en Flatey var áður eign Ögmundar biskups Pálssonar eða Skálholtskirkju,29Íslenzkt fornbréfasafn IX, bls. 394–395., Smyrlabjörg í Borgarhafnarhreppi fyrrum Kirkjubæjarklaustursjörð30Íslenzkt fornbréfasafn IX, bls. 470–471. og hluti úr Borgarhöfn í Borgarhafnarhreppi, sem Ögmundur Pálsson og Skálholtskirkja höfðu átt. 31Íslenzkt fornbréfasafn IX, bls. 390.. Geirastaðir (Geirsstaðir?), lengi í eyði. Konungshlutinn í Borgarhöfn var lagður til presta á Kálfafelli (Kálfafellsstað) og Einholti árið 1743. 32Lovsamling for Island II, bls. 482–483.

Austfjarðajarðir í eystri hluta Skaftafellssýslu, sem Skúli Magnússon sagði vera Hreggsgerði/Hestgerði og Uppsali í Borgarhafnarhreppi. 33ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40, bls. 329–330. Hestgerði hafði verið eign Kirkjubæjarklausturs34Íslenzkt fornbréfasafn IX, bls. 470–471. en Þykkvabæjarklaustur mun hafa átt Uppsali. 35Íslenzkt fornbréfasafn IX, bls. 190.

Bjarnaneseignir taldi Skúli Magnússon ekki meðal konungseigna. Það voru eignir Jóns biskups Arasonar í Nesjum, Lóni og á Mýrum eða Bjarnanes, Horn, Firðir tveir, Hafnarnes, Holtar, Krossbær, Kelduholt og Hólmar, sem konungsvaldið skipti á við Skálholtsstól árið 1556 fyrir jarðir á Álftanesi og Seltjarnarnesi. 36Íslenzkt fornbréfasafn XIII, bls. 138–139. Bjarnaneseignir voru ekki seldar með öðrum jörðum Skálholtsstóls árið 1785 og voru eftir það með umboðum og oft á hendi Bjarnanesprests.

Skaftafell og „Hengigóssið“ voru samkvæmt jarðabók Skúla Magnússonar sérstakt umboð, sem Sandfellsprestar fengu sér til styrktar árin 1736 og 1752. 37Lovsamling for Island II, bls. 253–254; Lovsamling for Island III, bls. 143. Hélst það raunar lengur. Eyðijörðin Breiðamörk fylgdi „Hengigóssinu“. 38ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40, bls. 335–336. Skaftafell mun hafa verið Kirkjubæjarklaustursjörð. „Hengigóssið“ var hluti úr Hofi í Öræfum og bættist við konungsjarðir árið 1646 eftir Ásgrím Sigurðsson, sem hafði fyrirfarið sér. 39ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40, bls. 336; Jón Þorkelsson: Skrá um skjöl og bækur í Landsskjalasafninu í Reykjavík, bls. XXV. Staðfest afrit af dómi vegna dauða Ásgríms er að finna í „Steinklefaskjölum“ í Þjóðskjalasafni, XVI. flokki í þeim skjölum. Ef menn týndu sér sjálfir, áttu erfingjar fé hans hálft en konungur helminginn. 40Jónsbók. Lögbók Íslendinga hver samþykkt var á alþingi árið 1281 og endurnýjuð um miðja 14. öld en fyrst prentuð árið 1578. Már Jónsson tók saman. Reykjavík 2004, bls. 104.

Vesturhluta Skaftafellssýslu fylgdi Hvoll í Kleifaþingsókn. 41ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40, bls. 506.

Kirkjubæjarklaustursjarðir í Vestur-Skaftafellssýslu og Rangárvallasýslu. 42ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40, bls. 113–126.

Kleifaþingsókn (bls. 11–123): Kirkjubæjarklaustur; Rauðaberg; Núpar; Þverárdalur/Ytridalur; Þverá; Breiðabólsstaðir; Mörðtunga (Mörtunga); Mörk; Heiði; Holt; Nýibær; Hæðargarður; Tunga vestari (Vestritunga); Tunga austari (Eystritunga); Ásgarður; Kársstaðir; Hátún; Efrivík; Syðrivík; Uppsalir; Þykkvibær hálfur; Seglbúðir; Hraun austara (Eystrahraun) með hjáleigunum Hrauni vestara (Ytrahrauni) og Arnardrangi.

Leiðvallarhreppur (bls. 122–123): Steinsmýri efri; Steinsmýri syðri; Fljótar efri; Fljótar syðri; Strandarholt; Slýjar; Hraun.

Dyrhólaþingsókn (bls. 124): Foss; Skammárdalur (Skammidalur); Brekkur.

Rangárvallasýsla, Þjóðólfshagaþingsókn (Holtamannahreppur) (bls. 125): Heiði.

Kirkjubæjarklaustursjarðir leigðar sérstakar. Sigurður Sigurðsson landþingsskrifari leigði frá 1717. 43ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40, bls. 337–338.

Kleifahreppur (bls. 338): Hörgsdalur/Hörðsdalur; Geirland.

Þykkvabæjarklaustursjarðir í Vestur-Skaftafellssýslu, Rangárvalla- og Árnessýslum. 44ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40, bls. 137–154.

Leiðvallarþingsókn (bls. 140–149): Þykkvabæjarklaustur með hjáleigum: Bólhraun og Norðurhjáleiga; Snædil (Snægil); Skarð eytt; Botnar með Staðarholti, Langholti og Skurðbæ; Hólmar, Hólmasel; Hnausar; Lyngar austari; Lyngar vestari; Grímsstaðir; Ós; Bakkakot; Efriey; Fjósakot; Kotey með Háu-Kotey og Vestari-Kotey; Sandar með Rofabæ; Leiðvöllur; Ásar ytri; Hrífunes/Hrísnes; Nes; Skálmarbær/Skáldabær; Jórvík; Holt; Herjólfsstaðir; Hraunbær; Sauðhúsnes; Hraungerði.

Kleifaþingsókn (bls. 149–151): Seljaland; Dalur/Eystridalur; Bakkar/Hunkurbakkar (Hunkubakkar); Á; Skaftárdalur; Dalbær; Fagurhlíð; Þykkvibær hálfur.

Dyrhólaþingsókn (bls. 151–154): Fell; Hryggir; Hvoll; Ketilsstaðir; Skarnes (Skagnes); Giljir (Giljur); Hvammur/Efrihvammur hálfur (Norðurhvammur); Foss hálfur; Vík efri (Norðurvík); Vík syðri (Suðurvík); Fagridalur; Höfði/Herjólfshöfði (Hjörleifshöfði).

Rangárvallasýsla, Þjóðólfshagaþingsókn (Holtamannahreppur) (bls. 154): Þjóðólfshagi.

Árnessýsla, Villingaholtsþingsókn (bls. 154): Egilsstaðir.

Flögujarðir. Fyrrum eign Þykkvabæjarklausturs. 45ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40, bls. 339–342.

Leiðvallarhreppur (bls. 340-342): Flaga; Hemra; Hlíð; Gröf; Borgarfell; Ljótsstaðir/Fljótastaðir (Ljótarstaðir); Hvammur; Svínadalur.

Skóga- og Merkureignir í Rangárvallasýslu. 46ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40, bls. 351–353.

Holtsþingsókn (Eyjafjallahreppur) (bls. 352–353): Hörðuskáli; Bakkakot eða Efra– og Syðra-Bakkakot; Berjanes með Berjaneshjáleigu; Stóramörk með eyðihjáleigum: Grófartún, Nauthús.

Skógaeignir urðu til með þeim hætti, að árið 1390 var Markús Þorsteinsson í Skógum undir Eyjafjöllum veginn af tengdasyni sínum Sæmundi. 47Islandske annaler indtil 1578. Christiania 1888, bls. 416. Féllu Skógaeignir þá undir konung. Voru það, eftir lénabréfi frá árinu 1522: Stærriskógar (Ytriskógar), Eystriskógar, Hörðuskáli, Drangshlíð, Skarðshlíð, Bakkakot, Berjanes og Lambafell. 48Íslenzkt fornbréfasafn IX, bls. 105–107. Af Skógaeignum urðu Eystriskógar að lénsjörð presta í Meðallandsþingum eftir lénsmannsbréfi frá 3. október 1580. 49Lovsamling for Island I, bls. 110–111. Ytriskógar, Drangshlíð, Skarðshlíð og Lambafell voru meðal jarða, sem afhentar voru Henrik Bjelke höfuðsmanni samkvæmt konungsbréfi 7. febrúar 1674 og afsalsbréfi 30. apríl 1675. 50Lovsamling for Island I, bls. 351; Alþingisbækur Íslands VII, bls. 443–448 (sjá einkum bls. 446); Jarðatal á Íslandi, bls. 443–446.

Merkureignir komust í konungseign eftir Krossreið árið 1477 en það ár var Magnús Jónsson á Krossi í Landeyjum veginn á heimili sínu. Voru Narfi Teitsson, sem vó Magnús, Þorvarður Eiríksson, sonarsonur Lofts ríka Guttormssonar, sem stóð fyrir víginu, og aðrir fylgjarar Þorvarðs dæmdir óbótamenn og hálfar eignir þeirra skyldu falla undir konung. 51Íslenzkt fornbréfasafn V, bls. 636–642. Í lénabréfi frá árinu 1522 voru Merkureignir sagðar jarðirnar Stóramörk, Miðmörk, Fit og Hali. 52Íslenzkt fornbréfasafn IX, bls. 105–107.. Miðmörk varð að lénsjörð prests í Dalsþingum/Stóradalsþingum eftir lénsmannsbréfi frá 3. október 1580. 53Lovsamling for Island I, bls. 110–111. Fit var afhent Henrik Bjelke samkvæmt konungsbréfi frá 7. febrúar 1674 og afsalsbréfi 30. apríl 1675. 54Lovsamling for Island I, bls. 351; Alþingisbækur Íslands VII, bls. 443–448 (sjá einkum bls. 446). Um Hala er þetta sagt í Sunnlenskum byggðum: „Í Jarðabók Á.M. og P.V. er getið um landeyðingu á 17. öld. Þá lagðist Markarfljót að eystri jaðri farvegsins og eyddi mjög engjum frá jörðum við norðvestan- og vestanverð Eyjafjöll. Þá rann það austur með Fjöllum austur í Holtsós og skemmdi margar jarðir suðvestan við Fjöllin en sumar fóru í eyði svo sem stórbýlið Hali, sem var suðvestur af Hafurshóli.“ 55Sunnlenskar byggðir IV. Búnaðarsamband Suðurlands 1982, bls. 107. Árið 1709 var þetta sagt um Hala: „Hali hét jörð, meinast hafa verið byggð úr Fitjarlandi. Eyðilagðist fyrir 60 árum eður þar um fyrir Markarfljóti. Dýrleika veit enginn að segja, ei heldur landskuld.“ 56Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns I, bls. 82.

Vestmannaeyjar. 57ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40, bls. 573–584.

Þar voru þessar jarðir eða grasbýli (bls. 575–580): Kornhóll (áður Höfn); Miðhús; Gjábakki; Vilborgarstaðir; Kirkjubær; Presthús; Oddsstaðir; Búastaðir; Vesturhús; Ólafshús; Nýibær; Stóragerði; Dalir; Þorlaugargerði; Steinsstaðir; Gvendarhús; Brekkuhús; Ofanleiti; Norðurgarður; Stakkagerði.

Grímsnesjarðir í Árnessýslu. 58ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40, bls. 355–357. Jón Þorkelsson notar einnig heitið Árnessýslujarðir og segir þær gamlar klausturjarðir frá Viðey. 59Jón Þorkelsson: Skrá um skjöl og bækur í Landsskjalasafninu í Reykjavík, bls. XXVI.

Stóruborgarþingsókn (Grímsneshreppur) (bls. 356): Vaðsnes (Vaðnes); Miðengi.

Bakkárholtsþingsókn (Ölfushreppur og Grafningur) (bls. 356–357): Litliháls.

Gullbringusýslu- og Mosfellssveitarjarðir: 60ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40, bls. 1–87. Skúli Magnússon segir þær flestar komnar frá Viðeyjarklaustri. Hinar verið kallaðar Suðurnesjajarðir og hafi legið undir Bessastaði. 61ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40, bls. 2.

Í fógetareikningum frá árunum 1547–1552 er talað um Gullbringusýslu- eða Kjalarnesþingsjarðir, sem liggi til Bessastaða: Kollafjörð, Helgafell hálft; Bústaði, Lambhús, Bárekseyri, Kasthús, Kirkju-Njarðvík (Innri-Njarðvík), Kirkjuból og Fitjar (á Miðnesi). 62Íslenzkt fornbréfasafn XII, bls. 117–118, 143–144, 157–158, 177–178, 404. Virðast þessar jarðir hafa verið ótengdar Viðeyjarklaustri. Allnokkrar konungsjarðir, sem Skúli Magnússon nefnir, voru teknar af Skálholtsstóli. Árið 1556 tók konungsvaldið undir sig eftirtaldar Skálholtsjarðir á Seltjarnarnesi og Álftanesi: Nes, Skildinganes, Eiði, Lambastaði, Eyvindarstaði, Sviðholt, Skógtjörn og Brekku. Í staðinn voru látnar Bjarnarneseignir í Hornafirði. 63Íslenzkt fornbréfasafn XIII, bls. 138–139. Þá var hirðstjóra boðið árið 1563 að ná undir konung jörðum í Gullbringusýslu og annars staðar, þeim sem hentugar væru, í skiptum fyrir jarðir annars staðar. 64Íslenzkt fornbréfasafn XIV, bls. 66–67. Í framhaldi af því lagði konungur undir sig Skálholtsjarðirnar Hvalsnes með Hvalsneshverfi, Lambastaði, Garða (líklega Gerðar), Skeggjastaði, Brekku, Varir, Meiðastaði, Ívarshús, Kothús, Gufuskála, Hólm, Njarðvík, hálft Hvassahraun, Ófriðarstaði, Urriðakot, Helliskot, hálft Helgafell, Þerney og Kópavog til yfirsjónar og byggingar. Í staðinn voru látnar jarðir í Borgarfirði, Brynjudal, Kjós og Flóa, sem flestar höfðu verið eign Ögmundar biskups Pálssonar og Viðeyjarklausturs. 65Íslenzkt fornbréfasafn XIV, bls. 155–158, 443, sbr. Íslenzkt fornbréfasafn X, bls. 678–680; Íslenzkt fornbréfasafn XII, bls. 106–107. Jarðirnar, sem teknar voru árið 1563, munu hafa kallast Nesjajarðir eða Nesjaumboð, meðan Skálholtsstóll réð yfir þeim. 66Íslenzkt fornbréfasafn XIV, bls. 56 443.

Gullbringusýslujarðir: 67ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40, bls. 5–70.

Járngerðarstaðaþingsókn (Grindavíkurhreppur): 68ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40, bls. 5–6. Húsatóftir með hjáleigum: Kóngshús og Garðhús; Litlahöfn (Lidenhavn) eyðijörð.

Býjarskerjaþingsókn (Rosmhvalaneshreppur): 69ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40, bls. 6–27. Stafnes með hjáleigum: Sandhús, Hólmhús, Margrétarhús, Refshalakot, Vallahús, Hólakot, Glaumbær, Loddastofa, Básendar og eyðihjáleigum: Hólakoti, Lambhúsi, Steinskoti, Solveigarskemmu, Halldórshúsi, Eyjólfshúsi, Grímuhúsi, Húnahúsi, Litla-Vallarhúsi, Refakoti, Brynkahúsi, Litla-Hólmhúsi; Hvalsnes með hjáleigum: Garðakot, Smiðshús, Erfið, Móakot, Hjáleiga, Fjósakot; Norðurnes (kirkjujörð frá Hvalsnesi, auð í meir en 100 ár); Busthús (Bustshús); Lönd með hjáleigu: Fálkhús; Másbúðir, þar með eyðihjáleigan Gömlu-Nesjar og eyðijörðin Melaberg; Fúlavík (nú Fuglavík) með fjórum nafnlausum hjáleigum og tveimur í eyði: Steinmóðarhúsi og Vatnagarði; Býjarsker með hjáleigum: Syðstakot, Miðkot, Hólkot, Bárusgerði og eyðihjáleigum: Hjaltakoti, Lambhúsi, Norðurkoti, Krossbrekku, Glæsi og tveimur nafnlausum; Þórustaðir með tveimur Þórustaðakotum; Kirkjuból með hálflendunni Fitjum og hjáleigum: Sandhólakot, heimahjáleigur tvær, Nýibær, Móakot, Busthús, Fjósakot, Gata, Vallarhús, Kvíavellir; Kolbeinsstaðir með hjáleigu; Hafurbjarnarstaðir með tveimur hjáleigum (önnur í eyði); Lambastaðir með þremur hjáleigum; Miðhús með tveimur hjáleigum; Gerðar með tveimur hjáleigum; Skúlahús; Gauksstaðir með eyðihjáleigu; Skeggjastaðir; Brekka; Varir með tveimur hjáleigum; Kothús; Ívarshús; Meiðastaðir; eyðijörðin Heiðarhús; Gufuskálar með tveimur hjáleigum; Hrúðurnes með eyddri hjáleigu; Stórihólmur með hálflendunni Minnihólmur og hjáleigum: þrjár nafnlausar, Vesturhús, Ráðagerði og Kötluhóll; Keflavík.

Kálfatjarnarþingsókn (Vatnsleysustrandarhreppur): 70ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40, bls. 27–39. Ytri-Njarðvík með hjáleigum: Miðkot, nafnlaus hjáleiga, Garðhús, Bolafótur, Svíri, Vindás og tveim eyðijörðum: Hjallatúni og Fitjakoti; Narfakot með hjáleigu; Innri-Njarðvík með hjáleigum: Tjarnarkot, nafnlaus, Jakobshús, Háakot, Bræðrakot, Stapakot; Stóruvogar með þremur hjáleigum: Eyrarkot, Gata, Syðstahjáleiga og eyðihjáleigum: Tjarnarkoti, Valgarðshjáleigu, Garðhúsi, Móakoti, Hólakoti, Eyrarkoti öðru, Hólshjáleigu; Minnivogar; Brunnastaðir með hjáleigum: Halakot, Brunnastaðakot, Stöðlakot, Tangabúð, Skjaldarkot og eyðihjáleigum: Traðarkoti/Fjósahjáleigu, Vesturhúsi/Stefánskoti, Naustakoti, Austurhúsi, Suðurhúsi; Hlöðunes með Hlöðuneskoti; Stóru-Axlastaðir (nú Stóru-Ásláksstaðir) með hjáleigu: Halagerði; Minni-Axlastaðir (nú Minni-Ásláksstaðir), Stóra-Knarrarnes með hjáleigu: Helgahús; Minna-Knarrarnes; Breiðagerði; Auðnir með hjáleigum: Auðnahjáleiga, nafnlaus, Lönd, Hólmsteinshús; Landakot; Þórustaðir með Norðurhjáleigu og Suðurhjáleigu; Minni-Vatnsleysa með eyðihjáleigu: Búð; Stóra-Vatnsleysa með hjáleigum: Vatnsleysukot, þrjár nafnlausar, Akurgerði (eyðijörð); Hvassahraun.

Hausastaðaþingsókn (Garðahreppur): 71ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40, bls. 40–55. Lónakot; Straumur; Óttarsstaðir og tvær hjáleigur nafnlausar; Lambhagi; Þorbjarnarstaðir; Ás; Ófriðarstaðir (Jófríðarstaðir); Hvaleyri með tveimur hjáleigum og Hvaleyrarkot að auki; Urriðakot; Hagakot; Hofsstaðir; Sandhús; Hlið með hjáleigum: tvær nafnlausar og Lónshús; Mölshús; Skógtjörn með tveimur hjáleigum; Svalbarði; Brekka með eyðihjáleigu; Haugshús; Sviðholt með hjáleigunni Litlabæ; Deild; Eyvindarstaðir; Bakkakot; Landakot; Báritseyri (Bárekseyri); Akrakot; Lambhús; Breiðabólsstaðir; Kasthús; Arnanes (Arnarnes); Bessastaðir.

Reykjavíkurþingsókn (Seltjarnarneshreppur): 72ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40, bls. 55–70: Kópavogur; Skildinganes með þremur nafnlausum hjáleigum og Litla-Skildinganesi; Lambastaðir með tvær nafnlausar hjáleigur og Tjarnarhús og Melshús; Hrólfsskáli með nafnlausa hjáleigu; Nes með hjáleigum: Nýibær, Jónshús, Gesthús, Þýskuhús, Smiðshús, Móakot, Kot, Grótta, Ráðagerði, Bakrangur, Norðurkot, Jakobshús; Bakki kirkjujörð frá Nesi með hjáleigu; Bygggarður kirkjujörð frá Nesi með fimm hjáleigur; Mýrarhús; Eiði með þremur hjáleigum; Reykjavík með hjáleigum: Landakot, Götuhús, Grjóti, Melshús, Hjáleiga, Stöðlakot, Skálholtskot, Hólakot; Effersey (Örfirisey) með þrjár nafnlausar hjáleigur, Kot og Hólshús; Arnarhóll með Litla-Arnarhóli; Rauðará; Viðey; Kleppur með eyðihjáleigunum Vindási, Götuhúsum og Þórarinskoti; Bústaðir; Digranes; Hvammkot (Fífuhvammur); Vatnsendi; Vatn (Elliðavatn); Hólmur, Hrauntún forn eyðijörð.

Mosfellssveitarjarðir: 73ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40, bls. 71–85.

Varmárþingsókn (Mosfellshreppur): 74ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40, bls. 71–81. Ártún; Árbær; Keldur með Helguhjáleigu og Keldnakoti/Leysingjastöðum (í eyði); Gröf (Suðurgröf, Grafarholt) með Grafarkoti og eyðijörðinni Oddgeirsnesi; Helliskot (Elliðakot); Vilborgarkot forn eyðijörð; Eiði; Þormóðsdalur; Miðdalur með Borgarkoti og Búrfelli; Óskot gömul eyðijörð; Reynisvatn; Kálfakot (Úlfarsá); Lambhagi; Kortólfsstaðir (Korpúlfsstaðir); Blikastaðir; Helgafell; Lágafell; Varmá; Leirvogstunga; Helgadalur; Hraðastaðir; Minna-Mosfell; Laxnes; Skeggjastaðir; Gufunes.

Esjubergsþingsókn (Kjalarneshreppur): 75ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40, bls. 81–85. Álfsnes með Urðarkoti/Glóru; Háaheiði forn eyðijörð; Þerney með Sundakoti, Víðinesi og Landakoti; Fitjakot; Esjuberg með Litla-Esjubergi og Árvelli; Stardalur; Þverárkot; Hrafnhólar; Sámsstaðir forn eyðijörð.

Kjósarsýslujarðir. 76ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40, bls. 359–361.

Þetta voru áður Viðeyjarklaustursjarðir. 77Íslenzkt fornbréfasafn XII, bls. 108–110.

Varmárþingsókn (Mosfellshreppur) (bls. 360): Hrísbrú.

Esjubergsþingsókn (Kjalarneshreppur) (bls. 360–361): Varmidalur; Móar urðu að lénsjörð prests í Kjalarnesþingum árið 1756 í staðinn fyrir Skrauthóla;78Lovsamling for Island III, bls. 234–235. Skrauthólar urðu að lénsjörð presta í Kjalarnesþingum með lénsmannsbréfi 3. október 1580,(Lovsamling for Island I, bls. 110–111) skipt fyrir Móa árið 1756; Saltvík.

Árnes- og Kjósarsýslujarðir í Kjósarsýslu. 79ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40, bls. 363–365.

Þessar jarðir voru áður eign Viðeyjarklausturs nema Kollafjörður, sem hafði legið til Bessastaða. 80Íslenzkt fornbréfasafn XII, bls. 107–109, 117.

Esjubergsþingsókn (Kjalarneshreppur) (bls. 365): Gröf (Norðurgröf); Vellir; Kollafjörður með Litla-Kollafirði (þriðjungi jarðarinnar).

Reynivallaþingsókn (Kjósarhreppur) (bls. 364): Valdastaðir með eyðihjáleigu; Bollastaðir forn eyðijörð; Írafell með eyðihjáleigu: Fornuskjólum; Morastaðir.

Lundey, Borgarfjörður og Miðdalspartur í Kjós. 81ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40, bls. 369–372.

Ekki er ljóst, hvernig þessar eignir komust undir konung.

Lundey, eyðieyja í Esjubergsþingsókn (Kjalarneshreppi) í Kjósarsýslu (bls. 370).

Miðdalur í Reynivallaþingsókn (Kjósarhreppi), 6 hundruð (af 40 hundruðum) (bls. 370).

Seleyri í Leirárþingsókn (Leirár- og Melahreppi) í Borgarfjarðarsýslu, óbyggð (bls. 371).

Ferjubakki í Eskiholtsþingsókn (Borgarhreppi) í Mýrasýslu, fjórðungur jarðar, þar með hluti af Ferjukoti, sem var í eyði (bls. 371–372).

Klausturtunga í Borgarfirði. 82ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40, bls. 367.

Nafnið bendir til þess, að Viðeyjarklaustur hafi áður verið eigandinn. Þetta er skóglendi vestan Hafnarfjalls (í Leirár- og Melahreppi) í Borgarfjarðarsýslu, afmarkað landsvæði en ávallt óbyggt.

Borgarfjarðarjarðir í Mýrasýslu. 83ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40, bls. 373–376.

Nær allar þessar jarðir voru meðal eigna Ögmundar biskups Pálssonar, sem konungur tók undir sig árið 1541. 84Íslenzkt fornbréfasafn X, bls. 678–680. Jarðir Ögmundar í Borgarfjarðarsýslu voru lagðar til Skálholtsstóls árið 1563 í staðinn fyrir jarðir í Nesjaumboði stólsins. 85Íslenzkt fornbréfasafn XIV, bls. 155–158, 443.

Sámsstaðaþingsókn (Hvítársíðuhreppur) (bls. 374–375): Fljótstunga; Þorvaldsstaðir; Hallkelsstaðir; Hvammur.

Norðtunguþingsókn (Þverárhlíðarhreppur) (bls. 375): Grjót.

Dýrastaðaþingsókn (Norðurárdalshreppur) (bls. 375): Dýrastaðir; Gestsstaðir.

Hjarðarholtsþingsókn (Stafholtstungnahreppur) (bls. 376): Sólheimatunga með Sólheimatungukoti, sem var í eyði.

Eskiholtsþingssókn (Borgarhreppur (bls. 376): Ölvaldsstaðir 2/3 hlutar með Krúnuhólum (Krumshólum), sem voru í eyði; Hamar.

Haukatunga í Kaldárbakkaþingsókn (Kolbeinsstaðahreppi) í Hnappadalssýslu: 86ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40, bls. 379.

Meðal eigna Ögmundar biskups Pálssonar, sem konungur tók undir sig árið 1541. 87Íslenzkt fornbréfasafn X, bls. 678–680.

Haukatunga hálf jörðin.

Arnarstapaumboð (Stapaumboð). 88ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40, bls. 383–464.

Áður að mestu Helgafellsklaustursjarðir. Jón Þorkelsson segir Eyrarsveitarjarðir, fimm að tölu, ekki hafa verið Helgafellsklaustursjarðir en nefnir ekki hverjar þær voru. 89Jón Þorkelsson: Skrá um skjöl og bækur í Landsskjalasafninu í Reykjavík, bls. XXVI. Sennilega eru þarna einnig jarðirnar, sem Ásbjörn Guðmundsson í Ólafsvík gaf konungi árið 1663, þótt ekki sé ljóst, hverjar þær voru. 90Jón Þorkelsson: Skrá um skjöl og bækur í Landsskjalasafninu í Reykjavík, bls. XXV.

Hnappadalssýsla (Kolbeinsstaða-, Eyjar- og Miklaholtshreppar) (bls. 383–397): Oddastaðir; Hraunholt; Ölverskross (Ölviskross); Stórahraun með eyðihjáleigu: Þrjótsvelli; Gerðuberg; Þverá; Dalsmynni; Akurholt; Hrossholt; Hrútsholt; Syðra-Skógarnes; Söðulsholt; Ytra-Skógarnes (kom að nokkru fyrir Ytri- og Syðrigarða); Fáskrúðarbakki; Eyðihús (Eiðhús); Hörgsholt (Lækjamót) með eyðijörðinni Syðstahrauni; Miðhraun með eyðijörðinni Ystahrauni; Straumfjarðartunga; Hjarðarfell með eyðihjáleigum: Moldbrekku, Hjarðarfellskoti; Dalur; Stakkhamar með eyðihjáleigum: Brekku, Skallastöðum, Langanesi; Borgarholt með eyðihjáleigu: Göngustöðum; Syðra-Lágafell; Ytra-Lágafell með eyðibýli: Kambjóralandi.

Snæfellsnessýsla.

Garðaþingsókn (Staðarsveit) (bls. 397–409): Elliði; Gaul; Saurar með eyðibýli: Bálkastöðum; Kirkjuhóll með hjáleigu: Lágabúð, og eyðihjáleigum: Fagrabakka, Háubúð og Þórarinsbúð; Hraunsmúli; Lýsudalur; Lýsuhóll; Vatnsholt með hjáleigu: Stekkhóll, og eyðikoti: Fornakoti; Bárðarstaðir (Barðastaðir); Bláfeldur; Hólkot; Kálfárvellir með Kálfárvallakoti (1/4 jarðar) og eyðihjáleigum: Skaflakoti og Ósakoti; Bjarnarfoss; Hraunhöfn og Hraunhafnarbakki „sem nú kallast Búðastaður“, jarðarhlutar taldir: Hraunhöfn, Efra- og Syðra-Hraunhafnarkot, Búðir/Búðabær, Balabúð, grasbýli: Bentshús, Snæbjarnarbúð, Valdísarbúð, Gjóta, Oddsbúð, Teitsbúð, auk þess Arabía í eyði, allnokkrar þurrabúðir, grasbýli með Hraunhafnarbakka: Klettakot, Bakkafit og Völkukofi (í eyði, e.t.v. ekki grasbýli).

Laugarbrekkuþingsókn (Breiðuvíkur- og Neshreppar) (bls. 409–440): Húsanes (kom fyrir Mávahlíð 1694); Knarrartunga hálf; Hamraendar (komnir 1694 fyrir Garða) með hjáleigum: Hamraendakoti og öðru Hamraendakoti í eyði; Stórikambur; Stóruhnausar; Arnarstapi með mörgum búðum, í Andrésarbúð, Eiríksbúð, Jóns Bergþórssonarbúð, Bergþórsbúð, Brandsbúð, Hólbúð, Pétursbúð, Árnabúð, Býlubúð, Eyrarbúð, Kambsbúð, Bóndabúð og Þorgeirsbúð var búfé; Brekkubær með Bessabúð, Valdabúð, Hallsbúð og Oddsbúð, þar sem var búfé, nokkrar búðir enn, sumar í eyði; Gíslabær með Ingileifarbúð og Bjargi, þar sem var búfé og og Jóns Þorsteinssonarbúð; Miðvellir; Hólahólar með hjáleigu: Héðralón (Litlalón), sem var í eyði, auk þess Dritvík og allnokkrar búðir; Garðar með Hellu og Helludal og nokkrum búðum með búfé: Tjarnarbúð; Traðarbúð, Bitru, Guðmundsbúð og nokkrar að auki, allar nema ein í eyði; Saxahóll með Forna-Saxahóli og Stórueyri, báðum í eyði; Gufuskálir hálf jörð; Hraunskarð með hjáleigum: Munaðarhóll og Hallsbær, og fjölmörgum búðum á Brekkum og Hjallasandi, flestum í eyði; Keflavík hálf, með búðum; Þrándarstaðir með Neðravirki/Klemusbæ á Rifi og allnokkrum búðum, flestum í eyði; Kjalvegur með Bökkum á Rifi og nokkrum búðum, ýmsum í eyði; Ingjaldshóll með eyðihjáleigum: Tröð og Stafatúni (Stapatúni) og í Rifi: Efravirki, og allmargar búðir, meiri hlutinn í eyði; Skarð; Vakstakksheiði (Vaðstakksheiði); Sveinsstaðir eftir flutning frá Fossi og hjáleiga: Sveinsstaðakot; Ólafsvík með mörgum búðum, meirihlutinn í eyði, kúgildi á: Þorkelsbúð, Laugabúð, Snoppubúð, Stefánskoti (í eyði); Ytribugur fjórðungur úr Arnarhóli, sem með Bugunum báðum var árið 1694 skipt fyrir Mávahlíð (með fleiri jörðum); Innribugur fjórðungur úr Arnarhóli; Arnarhóll.

Grundarþingsókn (Eyrarsveit) (bls. 440–446): Höfði (Búlandshöfði) með hjáleigum: Höfðakot, Hjallatunga; Neðrilá með hjáleigum: Krókur og Mýrarhús og þriðja afbýli; Efrilá hálf með hjáleigu: Geiravöllur; Hellnafell; Vatnabúðir með afbýlum: Efri- og Neðri-Grænur,Ytri- og Innri-Móabúð, Laugabúð, Flóabúð og Jónsbúð og nokkrum þurrabúðum; Skallabúðir með hjáleigu: Bakkar, og nokkrum búðum; Berserkseyri með hjáleigu: Berserkseyrarkot, í eyði.

Staðarbakkaþingsókn (Helgafellssveit) (bls. 446–464): Hlíð, sem varð að Árnabotni og Fjarðarhorni; Hraunsfjörður; Horn, Kothraun; Stóruseljar; Litluseljar; Guðnýjarstaðir; Bjarnarhöfn með hjáleigu: Ámýrar, og afbýlum: Hallskot, Steindórskot, Skemma; Berserkjahraun með hjáleigu: Hraunháls; Kljá; Staðarbakki; Grísarhóll (Gríshóll); Drápuhlíð hálf heimajörðin; Ögur; Grunnasundsnes með 6 hjáleigum, þar á meðal Stekkjartanga, Ási, Hjallatanga, Búðarnesi og Húsi; Saurar með eyðihjáleigu: Brettingsstöðum; Svelgsá; Hrísar með eyðihjáleigu: Mosvöllum; Hólar; Skoreyjar; Bíldsey; Sellón; Melrakkaey; Saurlátur (Sellátur); Þormóðsey; Kiðey; Akureyjar; Höskuldsey með mörgum búðum; Hafneyjar (Hafnareyjar).

Skógarstrandarjarðir og Kiðey í Snæfellness- og Dalasýslum. 91ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40, bls. 469–473.

Skógarstrandarjarðir voru samkvæmt gjafabréfi Magnúsar konungs Eiríkssonar til Skúla Þórðarsonar 21. ágúst 1374: Langidalur, Klungurbrekka, Ós, Vörðufell, Bílduhóll, eyjar, sem konungur átti fyrir Skógarströnd og reki í Skjaldabjarnarvík. Var gjöfin staðfest 13. mars 1375. Oddur leppur Þórðarson lögmaður erfði jarðirnar eftir Skúla bróður sinn og gaf þær Árna Ólafssyni Skálholtsbiskupi. 92Íslenzkt fornbréfasafn III, bls. 286–287, 294, 766, sbr. Jón Þorkelsson: Skrá um skjöl og bækur í Landsskjalasafninu í Reykjavík III, bls. XXIV. Ýmsar breytingar urðu á þessu umboði og eigum þess. Skjöl umboðsins liggja með skjölum Arnarstapaumboðs í Þjóðskjalasafni.

Drangaþingsókn (Skógarstrandarhreppur) (bls. 470–471): Ós; Setberg; Haugabrekka (Haukabrekka); Stóri-Langidalur með hjáleigu: Klettakot, og eyðihjáleigum: Víði og Víti; Gvendareyjar.

Staðarbakkaþingsókn (Helgafellssveit) (bls. 471–472): Úlfarsfell með Bólstað í eyði; Örlögstaðir (Örlygsstaðir) með eyðihjáleigu: Hellu; Kársstaðir.

Ballarárþingsókn (Skarðsstrandarhreppur) (bls. 473): Kiðey, eyðieyja.

Jörð, sem fylgdi Dalasýslu. 93ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40, bls. 507.

Sauðafellsþingssókn (Miðdalahreppur). Þorgeirsstaðahlíð (Geirshlíð) hálf.

Jarðir, sem fylgdu Barðastrandarsýslu. 94ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40, bls. 508.

Vattarnesþingsókn (rangt, á að vera Stóra-Laugardalsþingsókn eða Tálknafjarðarhreppur) (bls. 508): Bakki, hálf jörð.

Fífustaðaþingsókn (Suðurfjarða- og Ketildalahreppar) (bls. 508): Steinanes, Fífustaðir.

Barðastrandar- og Álftafjarðarjarðir í Ísafjarðar- og Barðastrandarsýslum. 95ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40, bls. 475–480.

Sumar jarðirnar voru meðal eigna Ögmundar biskups Pálssonar, sem konungur tók undir sig árið 1541. 96Íslenzkt fornbréfasafn X, bls. 678–680. Ekki þó jarðirnar í Álftafirði og Geitagil. Jón Þorkelsson segir Álftafjarðarjarðirnar hafa verið gamlar klausturjarðir frá Helgafelli og jarðir, sem Torfi Sigfússon á Hrauni í Keldudal hafi goldið í sakferli. 97Jón Þorkelsson: Skrá um skjöl og bækur í Landsskjalasafninu í Reykjavík III, bls. XXVI. Um sakferli Torfa sjá Ísafjarðarjarðir, en í dómi yfir Torfa er ekki minnst á Álftafjarðarjarðirnar.

Súðavíkurþingsókn (bls. 475–477): Eyrardalur; Svarthamar; Seljaland; Hattardalur stóri með Hattardalshúsum, Hattardalur minni.

Sléttuþingsókn (bls. 477–480): Rekavík bak Látur; Miðvík neðri; Miðvík efri; Stakkadalur; Atlastaðir; Tunga; Glúmsstaðir.

Skálanesþingsókn (Gufudalshreppur) (bls. 480): Skálanes.

Tunguþingsókn (Rauðasandshreppur) (bls. 480): Geitagil, fjórðungur jarðar.

Ísafjarðarjarðir. 98ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40, bls. 483–487.

Flestar þessar jarðir hafði Ögmundur biskup Pálsson átt, en konungur tók þær undir sig árið 1541. 99Íslenzkt fornbréfasafn X, bls. 678–680. Torfi Sigfússon á Hrauni í Keldudal var dæmdur árið 1551 til þess að greiða kóngdómnum bætur vegna „heimsóknar á Hálfdan heitinn Þórarinsson“. Voru þar nefnd kot í Hrafnseyrarsókn, Borg og Rauðsstaðir og tvö eyðikot, „hér til Skjaldfönn og Ey“. Fékk Torfi griðabréf árið eftir. 100Íslenzkt fornbréfasafn XII, bls. 299–301, 475–476.

Mosvallaþingsókn (bls. 484): Ytri-/Stóri-Hjarðardalur.

Mýraþingsókn (bls. 484–485): Brekka; Villingadalur; Birnustaðir með eyðihjáleigu: Lambamúla.

Auðkúluþingsókn (bls. 485–487): Auðkúla með eyðihjáleigu: Kúluhúsum; Rauðsstaðir með eyðihjáleigu: Skjaldfannarkoti; Borg með eyðihjáleigum: Mjólkárkoti og Hófsárkoti; Horn; Laugaból.

Strandasýslujarðir. 101ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40, bls. 489–496.

Margar af þessum jörðum hafði átt Björn Jónsson, prestur á Mel í Miðfirði, sonur Jóns biskups Arasonar. 102Íslenzkt fornbréfasafn XII, bls. 462–464. Jarðirnar Hlaðhamar og Borðeyri voru sagðar konungsjarðir árið 1552. 103Íslenzkt fornbréfasafn XII, bls. 448–449. Óvíst er með nokkrar aðrar.

Árnesþingsókn (bls. 490–493): Ingólfsfjörður, fornt eyðiból, Þórisstaðir, flutt; Eyri; Bær; Fimbogastaðir (Finnbogastaðir) með Litlanesi í eyði; Reykjanes; Kesvogur/Kjörsvogur (Kjörvogur); Naustavíkur (Naustavík); Reykjarfjörður; Kjós; Kambur með eyðihjáleigum: Halldórsstöðum og Hraunstúni; Veiðileysa með Fragatúni104Krákutún í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalins VII, bls. 350. í eyði; Byrgisvík; Kolbeinsvík.

Kaldaðarnesþingsókn (Kaldrananeshreppur) (bls. 493–494): Eyjar; Reykjarvík; Bjarnarnes.

Kirkjubólsþingsókn (bls. 494–495): Húsavík.

Fellsþingsókn (bls. 495): Brekka (Bræðrabrekka) hálf, með eyðihjáleigu: Norðurbrekku.

Bæjarþingsókn (bls. 495–496): Litla-Hvalsá; Hlaðhamar; Borðeyri.

Húnavatnsjarðir. 105ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40, bls. 513–524.

Björn Jónsson, prestur á Mel í Miðfirði, sonur Jóns biskups Arasonar, hafði átt allmargar af þessum jörðum samkvæmt skrá frá árinu 1552. 106Íslenzkt fornbréfasafn XII, bls. 462–464. Umboðið var einnig nefnt Miðfjarðarjarðir. Í Þjóðskjalasafni eru skjöl þess með Þingeyraklaustursskjölum.

Kirkjuhvammsþingsókn (bls. 514–516): Hlíð; Gröf og í eyði Tóftir og Fífubakki; Syðstihvammur; Múli; Gauksmýri.

Torfustaðaþingsókn (bls. 516–524): Hreiðarsstaðir hálfir; Hnausakot hálft; Rófa (Uppsalir) og Kothóll í eyði; Bjarg; Neðri-Torfustaðir; Bergsstaðir; Reykir/Stórureykir hálfir með eyðihjáleigu: Valshóli; Saurar; Kollufoss (Kollafoss); Svertingsstaðir með eyðihjáleigum: Hakastöðum, Hankastöðum; Mýrar.

Staðarþingsókn (bls. 524): Tannstaðir með eyðijörð: Saltvík.

Vatnsdalsjarðir. 107ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40, bls. 525–531.

Ýmsar þessar jarðir hafði átt Björn Jónsson, prestur á Mel í Miðfirði, sonur Jóns biskups Arasonar, samkvæmt skrá frá árinu 1552. 108Íslenzkt fornbréfasafn XII, bls. 462–464. Skjöl umboðsins eru með Þingeyraklaustursskjölum í Þjóðskjalasafni.

Ásþingsókn (bls. 526–528): Forsæludalur; Ás með eyðihjáleigum: Ljótunnartúni, Áshúsi; Saurbær með eyðihjáleigu: Brekkukoti; Bakki; Eyjólfsstaðir.

Þorkelshólsþingsókn (bls. 528–529): Refsteinsstaðir; Tittlingastaðir (Laufás); Syðraborg/Litlaborg.

Þverárþingsókn (bls. 529–531): Hvoll; Þverá/Ytri-Þverá (Efri- og Neðriþverá) með eyðihjáleigu: Hvítabæ; Krossanes.

Þingeyraklaustursjarðir. 109ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40, bls. 173–215.

Sveinsstaðaþingsókn (bls. 175–185): Þingeyraklaustur með eyðihjáleigu: Trumbsölum/Trumsölum; Hagi með eyðihjáleigu: Steinsholti; Steinnes; Sveinsstaðir með eyðihjáleigu: Litlu-Sveinsstöðum; Ranhólar; Hólar (Vatnsdalshólar); Hólabak; Uppsalir/Umsvalir; Miðhús; Breiðabólsstaðir og eyðihjáleiga: Háaholt; Hnjúkur; Helgavatn; Hjallaland; Bjarnastaðir; Hnausar; Brekka; Brekkukot: Geitaból autt.

Staðarþingsókn í Hrútafirði (bls. 185): Reykir.

Torfustaðaþingsókn (bls. 185–186): Bessastaðir; Þverá/Litlaþverá (Giljaland).

Hvammsþingsókn á Vatnsnesi  (Kirkjuhvammshreppur) (bls. 186–189): Sauðadalsá (Þröm hluti af Sauðadalsá); Bergsstaðir; Illugastaðir; Gnýsstaðir; Ásbjarnarstaðir.

Þverárþingsókn (bls. 189–194): Egilsstaðir; Katadalur/Kattárdalur; Saurbær; Vík/Hindisvík; Valdalækur; Súluvellir með nafnlausri eyðihjáleigu; Ósar; Hrísakot; Ægisíða; Böðvarshóll (Böðvarshólar) með eyðihjáleigum: Böðvarshólakoti og Grænutóftum.

Þorkelshólsþingsókn (bls. 194–196): Enniskot; Hrísar; Stórijörvi (Jörvi) með hjáleigu: Litlijörvi; Ásmundskot; Gröf, fjórðungur af Miðhópi; Miðhóp.

Ásþingsókn í Vatnsdal (bls. 196–199): Flaga; Gilsstaðir; Kornsá; Brúsastaðir; Hvammur  með hjáleigu: Hvammkoti og Syðra-Hvammkoti í eyði og Eilífstóftum.

Torfalækjarþingsókn (bls. 199–203): Kringla; Akur; Skinnastaðir; Húnsstaðir; Holt með Mánagerði í eyði; Sauðanes með Gerði (í eyði); Orrastaðir með Þúfukoti (í eyði); Hurðarbak; Hæll.

Engihlíðarþingsókn (bls. 203–204): Sölvabakki hálfur.

Vindhælisþingsókn (bls. 204–208): Njálsstaðir; Vakursstaðir; Árbakki; Hólar/Höfðahólar; Kurfur; Hvammkot; Sviðningur; Tjörn með hjáleigu: Tjarnarbúð og þremur hjáleigum í eyði: ónefndri, Litlakróki og Tjarnargerði; Hafnir með Hafnakoti í eyði; Kaldrani með eyðihjáleigu: Hvalgarði.

Strandasýsla, Trékyllisvíkurþingsókn (Árneshreppur) (bls. 209): Drangavík.

Reynistaðarklaustursjarðir. 110ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40, bls. 221–245.

Seyluþingsókn (bls. 223–231): Reynistaðarklaustur með Hvammshúsum eyðihjáleigu, byggðar hjáleigur: Geitagerði, Melur, heimaland: Ryggir (Hryggir); Holtsmúli með eyðijörðinni Strábeygingsstöðum; Stóragröf; Litlagröf; Páfastaðir; Kjartansstaðir; Skarðsá; Dæli; Varmaland; Þröm; Dúkur; Geirmundarstaðir; Hafsteinsstaðir; Ytra-Skörðugil; Reykjarhóll; Fjall og eyðijarðir: Kallastaðir, Grófargerði; Ípishóll (Íbishóll).

Skefilsstaðaþingsókn (bls. 231–236): Skíðastaðir með hjáleigu: Herjólfsstaðir, og eyðijörðum: Grímsstöðum og Þokustöðum; Hafragil; Skefilsstaðir; Hvammkot; Selá hálf og Osthvammur, eyðihjáleiga, hálfur; Brókarlækur hálfur; Malland þriðjungur; Efranes; Hraun með Högnagerði í eyði.

Sauðárþingsókn (bls. 236–240): Sauðá með Sauðárhúsum í eyði; Tunga (Skollatunga) með eyðihjáleigu: Stöpli; Heiði með eyðihjáleigu: Breiðstöðum; Veðramót með eyðihjáleigu: Brúarlandi; Innstaland með Innstalandskoti, eyðihjáleigu; Steinn með Fossárteigi í eyði; Hólakot; Reykir og Reykjakot hjáleiga.

Lýtingsstaðaþingsókn (bls. 240): Daufá, Káratóft eyðihjáleiga.

Rípurþingsókn (bls. 241–242): Hamar með eyðihjáleigu: Hendilskoti; Keta; Keldudalur; Hróaldsdalur/Hróarsdalur; Kárastaðir og eyðihjáleiga Hvammkot og Ferjuhamar gömul eyðijörð.

Húnavatnssýsla, Bólstaðarhlíðarþingsókn (bls. 243): Ugludalur/Rugludalur.

Húnavatnssýsla, Vindhælisþingsókn (bls. 243–244): Fjall; Vaglir.

Eyjafjarðarsýslujarðir. 111ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40, bls. 533–536.

Þessar jarðir átti Ari Jónsson lögmaður, sonur Jóns biskups Arasonar, eftir skrá frá árinu 1552. 112Íslenzkt fornbréfasafn XII, bls. 464–465.

Vallaþingsókn (bls. 534–536): Bakki með eyðihjáleigu: Bakkakoti; Steindyr; Syðra-Garðshorn; Ytraholt; Hrafnsstaðir með hjáleigu: Árgerði, og eyðihjáleigu: Aragerði; Skáldalækur.

Eyjafjarðarjarðir. 113ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40, bls. 539–542.

Ari Jónsson lögmaður, sonur Jóns biskups Arasonar, var árið 1552 sagður hafa átt að minnsta kosti eitthvað af þessum jörðum. 114Íslenzkt fornbréfasafn XII, bls. 464–465.

Skriðuþingsókn (bls. 540): Þverá með eyðihjáleigum: Árgerði, Hálsgerði.

Glæsibæjarþingsókn (bls. 540–541): Skútir; Moldhaugar með eyðijörð: Þórustöðum.

Vallaþingsókn (bls. 541–542): Ytra-Garðshorn; Grund með eyðihjáleigu: Blænksgerði/Blanksgerði.

Eyjafjarðarjarðir: 115ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40, bls. 545–547.

Ari Jónsson lögmaður, sonur Jóns biskups Arasonar, gæti hafa átt Gilsbakka. 116Íslenzkt fornbréfasafn XII, bls. 464–465. Óvíst er um hinar jarðirnar.

Glæsibæjarhreppur (bls. 546): Lón/Skipalón.

Hrafnagilshreppur (bls. 546–547): Hrafnagil hálft; Gilsbakki.

Öngulsstaðahreppur (bls. 547): Þverá.

Brennihóll í Eyjafirði. 117ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40, bls. 551.

Óvíst, hvernig komst í eigu konungs.

Glæsibæjarhreppur: Brennihóll.

Kjarni í Eyjafirði. 118ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40, bls. 549–550.

Talinn með jörðum Ara lögmanns Jónssonar, Arasonar biskups árið 1552. 119Íslenzkt fornbréfasafn XII, bls. 464–465.

Hrafnagilshreppur (bls. 550): Kjarni með hjáleigum: Litlikjarna og Steinagerði.

Möðruvallaklaustursjarðir í Eyjafirði. 120ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40, bls. 249–275.

Hvammsþingsókn (bls. 251–256): Möðruvallaklaustur; Spónsgerði/Skúmsgerði; Arnarnes með eyðihjáleigu: Skógarbrekkum; Baldursheimur; Bragholt; Ytribakki; Bjargir (Björg) með eyðihjáleigu: Róðukoti; Litli-Dunhagi; Hallgilsstaðir; Kjarni; Syðri-Reistará; Ytri-Reistará með eyðihjáleigu: Skiptagerði; Skriðuland með eyðihjáleigu: Jarðteiknagerði.

Skriðuþingsókn (bls. 257–261): Ásgerðarstaðir með eyðihjáleigu: Ásgerðarstaðaseli; Barká; Bás; Einhamar; Flaga með eyðihjáleigum: Gunnarsstöðum og Gamlagerði; Flögusel með eyðihjáleigu: Grjótárgerði; Felixstaðir/Félhöggsstaðir (Féeggsstaðir) með eyðihjáleigu: Bauganesi; Yxnhóll (Öxnhóll) með hjáleigu: Uppsalir, og eyðihjáleigu: Oddsstöðum; Svellatunga (Sörlatunga); Staðartunga með tvær eyðihjáleigur: Misjálfsstaði (Miðhálsstaði), Sandhóla; Þúfnavellir.

Glæsibæjarþingsókn (bls. 262–266): Djúpárbakki; Gásir/Gæsir; Hamar; Hlaðnir (Hlaðir); Hraukbær með hjáleigu: Hraukbæjarkot, með eyðihjáleigu: Hraukbæjarhúsum; Rauðalækur minni/Litli-Rauðalækur; Skógar; Tréstaðir/Trégripsstaðir; Vaglir; Garðshorn (í Kræklingahlíð).

Vallnaþingsókn (bls. 267–272): Böggustaðir (Böggvisstaðir) með hjáleigu: Árgerði; Grund; Ytri-/Stóru-Hámundarstaðir; Syðri-/Minni-Hámundarstaðir (Litlu-Hámundarstaðir); Hofsá með eyðihjáleigum: Skeggjastöðum, Kringlugerði, með hjáleigu: Hofsárkot; Hjaltastaðir; Hnjúkur; Hrísar; Kleif; Kot; Skeið; Tjarnargarðshorn; Þverá (í Skíðadal).

Grímseyjarþingsókn (bls. 273–275): Ytri-Grenivík; Borgir, Sveinagarðar; Sveinsstaðir; Eiðar; Sandvík efri.

Munkaþverárklaustursjarðir í Eyjafirði. 121ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40, bls. 281–296.

Öngulsstaðaþingsókn (bls. 283–291): Munkaþverárklaustur með hjáleigum: Borgarhóll, Helgársel, með eyðihjáleigum: Maríugerði, Ytri-Glúmsstöðum, Fremri-Glúmsstöðum; Stórihamar með hjáleigu: Háihamar; Kambur; Litlihamar; Rifkelsstaðir/Rikkilsstaðir; Grýta; Sigtún; Uppsalir með hjáleigu: Klauf; Innra-/Syðra-Laugaland; Ytra-Laugaland; Innri-/Syðritjarnir með hjáleigum: Hóll, Tjarnakot; Ytritjarnir með hjáleigu: Tjarnakot; Gröf með hjáleigu: Skálpagerði.

Saurbæjarþingsókn (bls. 291): Hvassafell hálft.

Hrafnagilshreppur (bls. 292–294): Litlihóll/Syðri-Espihóll; Teigur, Gil/Ytragil með hjáleigu: Vaglir, með eyðihjáleigu: Gilsseli; Hamrir (Hamrar) með eyðihjáleigu: Hamragerði.

Glæsibæjarhreppur (bls. 294): Dagverðareyri.

Grímseyjarþingsókn (bls. 295–296): Básar; Syðri-Grenivík með hjáleigu: Aratóft; Neðri-Sandvík.

Flatey fyrir norðan í Norðursýslu. Hálf eign konungs, fjórðungur eign Möðruvallaklausturs, fjórðungur eign Hólastóls. 122ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40, bls. 553–554.

Hálsþingsókn (bls. 554): Útibær með hjáleigum: Krosshús, Nýibær.

Möðruvallaklaustursjarðir í Norðursýslu. 123ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40, bls. 275–280.

Hálsþingsókn (bls. 275–276): Brettingsstaðir með eyðihjáleigu: Brettingsstaðaseli; Uppibær í Flatey.

Grýtubakkaþingsókn (bls. 276–277): Skuggabjargir/Skuggabjörg; Keflavík.

Svalbarðsþingsókn í Þistilfirði (bls. 277–278): Gunnarsstaðir með eyðihjáleigum: Barði, Þýfi, Torfvík, Hávarðsstöðum.

Munkaþverárklaustursjarðir í Norðursýslu. 124ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40, bls. 296–318.

Hálsþingsókn (bls. 296–301): Hróarsstaðir/Hróaldsstaðir; Þórðarstaðir; Belgsá; Vaglir með eyðihjáleigu: Kiðargerði; Reykir með hjáleigu: Reykjasel; Tunga; Snæbjarnarstaðir; Hjaltadalur með eyðihjáleigu: Kambfelli; Sörlastaðir; Sigríðarstaðir með eyðihjáleigum: Litlu-Sigríðarstöðum, Óskargerði.

Ljósavatnsþingsókn (bls. 301–303): Tjarnir vestari/Stórutjarnir; Tjarnir austari/Litlutjarnir; Arnastapi (Arnstapi); Vatnsendi; Fell syðsta/Fremstafell/Syðstafell með eyðihjáleigu: Maríugerði, einnig eyðibýlið Grímsland á Flateyjardalsheiði.

Ærlækjarþingsókn (Skinnastaðahreppur) (bls. 303–307): Ærlækur og eyðihjáleigur: Hverfirvellir og Borgargerði; Skógar með hjáleigu: Ærlækjarsel, og eyðihjáleigu: Skógaborg; Vesturhús með eyðihjáleigu: Geldingatóftum; Sandfellshagi; Lækjardalur; Núpur með eyðihjáleigum: Gunnsteinsstöðum, Stafni.

Presthólaþingsókn (bls. 307–312): Daðastaðir með hjáleigu: Þjótsstaðir/Þjórsstaðir (Þjófsstaðir) og eyðihjáleigum: Kleifargerði, Þjórsstaðastekk; Snartarstaðir með eyðihjáleigu: Snartarstaðakoti; Efrihólar; Leirhöfn með eyðihjáleigu: Leirhafnarseli; Blikalón; Rif með eyðihjáleigu: Rifsseli; Harðbakur; Ásmundarstaðir með eyðihjáleigu: Höskuldarnesi; Raufarhöfn með eyðihjáleigu: Búðum; Hóll með eyðihjáleigum: Hólskoti, Hólsseli.

Svalbarðsþingsókn (bls. 312–313): Ormalón (Ormarslón); Flautafell/Flutningsfell.

Sauðanesþingsókn (bls. 313): Brimnes hálft.

Norðursýslujarðir. 125ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40, bls. 555–557.

Breiðamýri var talin með jörðum Ara lögmanns Jónssonar, Arasonar biskups árið 1552. 126Íslenzkt fornbréfasafn XII, bls. 464–465. Óvissa um hinar jarðirnar.

Helgastaðaþingsókn (bls. 556): Breiðamýri.

Ljósavatnsþingsókn (bls. 556–557): Rauðá; Bjarnastaðir (Bjarnarstaðir) með eyðihjáleigu: Vaglagerði; Litluvellir; Öxará með eyðihjáleigu: Öxarárseli.

Reykjadalsjarðir. 127ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40, bls. 559–562.

Allar þessar jarðir virðist hafa átt Ari Jónsson lögmaður, sonur Jóns biskups Arasonar. 128Íslenzkt fornbréfasafn XII, bls. 464–465.

Helgastaðaþingsókn (bls. 560–562): Halldórsstaðir (í Reykjadal) þrír fjórðu hlutar jarðar; Öndólfsstaðir; Litlulaugar; Hallbjarnarstaðir; Víðar með eyðihjáleigu: Hálskoti; Daðastaðir með eyðihjáleigu: Glettingsstöðum/Daðastaðagerði.

Fjeldvej (Ytrafjall) í Norðursýslu. 129ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40, bls. 563–564.

Óvíst, hvernig komst í eigu konungs.

Helgastaðaþingsókn (bls. 564): Fjeldvej/Ytrafjall/Ytrafell með hjáleigu: Eyjólfsstaðir; og eyðihjáleigu: Fjallskoti.

Brekka (Ytribrekkur) í Norðursýslu. 130ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40, bls. 567–568.

Óvíst, hvernig komst í eigu konungs.

Sauðanesþingsókn (bls. 568): Brekka (Ytribrekkur) fjórðungur jarðar.

Tilvísanir

Tilvísanir
1 Jón Þorkelsson: Skrá um skjöl og bækur í Landsskjalasafninu í Reykjavík III. Reykjavík 1910, bls. XXIV–XXV.
2 Íslenzkt fornbréfasafn XIII, bls. 138–139.
3 Íslenzkt fornbréfasafn XIV, bls. 66–67, 155–158, 443.
4 Jón Þorkelsson: Skrá um skjöl og bækur í Landsskjalasafninu í Reykjavík III, bls. XXV.
5 Lovsamling for Island I, bls. 110–111.
6 Jón Þorkelsson: Skrá um skjöl og bækur í Landsskjalasafninu í Reykjavík III, bls. XXV.
7 Alþingisbækur Íslands VII, bls. 104.
8 Lovsamling for Island I, bls. 351; Alþingisbækur Íslands VII, bls. 443–448; Jarðatal á Íslandi. Gefið út af J. Johnsen. Kaupmannahöfn 1847, bls. 443–446.
9 Lovsamling for Island I, bls. 149–150.
10 Lovsamling for Island IV, bls. 238–244.
11 Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns V, bls. 76, 121–122, 147, 150, 238–239, 254, 256; sbr. Alþingisbækur Íslands VIII, bls. 442-443.
12 Lovsamling for Island II, bls. 253–254, 482–483; Lovsamling for Island III, bls. 143.
13 ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40.
14 Jarðatal á Íslandi, bls. 435–442.
15 Lovsamling for Island XIV, bls. 284–285.
16 Lovsamling for Island XIV, bls. 248–249.
17 Stjórnartíðindi 1883 A, bls. 106–109.
18 Stjórnartíðindi 1913 A, bls. 40–41.
19 Sigurður Hansen: „Um þjóðjarðir á Íslandi“, Skýrslur um landshagi á Íslandi I. bindi. Kaupmannahöfn 1848, bls. 179–214, sjá einkum bls. 193–213.
20 ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40.
21 Jón Þorkelsson: Skrá um skjöl og bækur í Landsskjalasafninu í Reykjavík, bls. XXIV–XXVI.
22 ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40, bls. 502–505.
23 ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40, bls. 97–110.
24 ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40, bls. 325–328.
25 Íslenzkt fornbréfasafn IX, bls. 390.
26 Íslenzkt fornbréfasafn IX, bls. 190.
27 ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40, bls. 331–333.
28 Íslenzkt fornbréfasafn IX, bls. 470–471.
29 Íslenzkt fornbréfasafn IX, bls. 394–395.
30 Íslenzkt fornbréfasafn IX, bls. 470–471.
31 Íslenzkt fornbréfasafn IX, bls. 390.
32 Lovsamling for Island II, bls. 482–483.
33 ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40, bls. 329–330.
34 Íslenzkt fornbréfasafn IX, bls. 470–471.
35 Íslenzkt fornbréfasafn IX, bls. 190.
36 Íslenzkt fornbréfasafn XIII, bls. 138–139.
37 Lovsamling for Island II, bls. 253–254; Lovsamling for Island III, bls. 143.
38 ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40, bls. 335–336.
39 ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40, bls. 336; Jón Þorkelsson: Skrá um skjöl og bækur í Landsskjalasafninu í Reykjavík, bls. XXV.
40 Jónsbók. Lögbók Íslendinga hver samþykkt var á alþingi árið 1281 og endurnýjuð um miðja 14. öld en fyrst prentuð árið 1578. Már Jónsson tók saman. Reykjavík 2004, bls. 104.
41 ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40, bls. 506.
42 ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40, bls. 113–126.
43 ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40, bls. 337–338.
44 ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40, bls. 137–154.
45 ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40, bls. 339–342.
46 ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40, bls. 351–353.
47 Islandske annaler indtil 1578. Christiania 1888, bls. 416.
48 Íslenzkt fornbréfasafn IX, bls. 105–107.
49 Lovsamling for Island I, bls. 110–111.
50 Lovsamling for Island I, bls. 351; Alþingisbækur Íslands VII, bls. 443–448 (sjá einkum bls. 446); Jarðatal á Íslandi, bls. 443–446.
51 Íslenzkt fornbréfasafn V, bls. 636–642.
52 Íslenzkt fornbréfasafn IX, bls. 105–107.
53 Lovsamling for Island I, bls. 110–111.
54 Lovsamling for Island I, bls. 351; Alþingisbækur Íslands VII, bls. 443–448 (sjá einkum bls. 446).
55 Sunnlenskar byggðir IV. Búnaðarsamband Suðurlands 1982, bls. 107.
56 Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns I, bls. 82.
57 ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40, bls. 573–584.
58 ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40, bls. 355–357
59 Jón Þorkelsson: Skrá um skjöl og bækur í Landsskjalasafninu í Reykjavík, bls. XXVI.
60 ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40, bls. 1–87
61 ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40, bls. 2.
62 Íslenzkt fornbréfasafn XII, bls. 117–118, 143–144, 157–158, 177–178, 404.
63 Íslenzkt fornbréfasafn XIII, bls. 138–139.
64 Íslenzkt fornbréfasafn XIV, bls. 66–67.
65 Íslenzkt fornbréfasafn XIV, bls. 155–158, 443, sbr. Íslenzkt fornbréfasafn X, bls. 678–680; Íslenzkt fornbréfasafn XII, bls. 106–107.
66 Íslenzkt fornbréfasafn XIV, bls. 56 443.
67 ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40, bls. 5–70.
68 ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40, bls. 5–6.
69 ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40, bls. 6–27.
70 ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40, bls. 27–39.
71 ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40, bls. 40–55.
72 ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40, bls. 55–70
73 ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40, bls. 71–85.
74 ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40, bls. 71–81.
75 ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40, bls. 81–85.
76 ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40, bls. 359–361.
77 Íslenzkt fornbréfasafn XII, bls. 108–110.
78 Lovsamling for Island III, bls. 234–235.
79 ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40, bls. 363–365.
80 Íslenzkt fornbréfasafn XII, bls. 107–109, 117.
81 ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40, bls. 369–372.
82 ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40, bls. 367.
83 ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40, bls. 373–376.
84 Íslenzkt fornbréfasafn X, bls. 678–680.
85 Íslenzkt fornbréfasafn XIV, bls. 155–158, 443.
86 ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40, bls. 379.
87 Íslenzkt fornbréfasafn X, bls. 678–680.
88 ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40, bls. 383–464.
89 Jón Þorkelsson: Skrá um skjöl og bækur í Landsskjalasafninu í Reykjavík, bls. XXVI.
90 Jón Þorkelsson: Skrá um skjöl og bækur í Landsskjalasafninu í Reykjavík, bls. XXV.
91 ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40, bls. 469–473.
92 Íslenzkt fornbréfasafn III, bls. 286–287, 294, 766, sbr. Jón Þorkelsson: Skrá um skjöl og bækur í Landsskjalasafninu í Reykjavík III, bls. XXIV.
93 ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40, bls. 507.
94 ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40, bls. 508.
95 ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40, bls. 475–480.
96 Íslenzkt fornbréfasafn X, bls. 678–680.
97 Jón Þorkelsson: Skrá um skjöl og bækur í Landsskjalasafninu í Reykjavík III, bls. XXVI.
98 ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40, bls. 483–487.
99 Íslenzkt fornbréfasafn X, bls. 678–680.
100 Íslenzkt fornbréfasafn XII, bls. 299–301, 475–476.
101 ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40, bls. 489–496.
102 Íslenzkt fornbréfasafn XII, bls. 462–464.
103 Íslenzkt fornbréfasafn XII, bls. 448–449.
104 Krákutún í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalins VII, bls. 350.
105 ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40, bls. 513–524.
106 Íslenzkt fornbréfasafn XII, bls. 462–464.
107 ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40, bls. 525–531.
108 Íslenzkt fornbréfasafn XII, bls. 462–464.
109 ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40, bls. 173–215.
110 ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40, bls. 221–245.
111 ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40, bls. 533–536.
112 Íslenzkt fornbréfasafn XII, bls. 464–465.
113 ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40, bls. 539–542.
114 Íslenzkt fornbréfasafn XII, bls. 464–465.
115 ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40, bls. 545–547.
116 Íslenzkt fornbréfasafn XII, bls. 464–465.
117 ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40, bls. 551.
118 ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40, bls. 549–550.
119 Íslenzkt fornbréfasafn XII, bls. 464–465.
120 ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40, bls. 249–275.
121 ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40, bls. 281–296.
122 ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40, bls. 553–554.
123 ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40, bls. 275–280.
124 ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40, bls. 296–318.
125 ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40, bls. 555–557.
126 Íslenzkt fornbréfasafn XII, bls. 464–465.
127 ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40, bls. 559–562.
128 Íslenzkt fornbréfasafn XII, bls. 464–465.
129 ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40, bls. 563–564.
130 ÞÍ. Rentukammer 1928–E/40, bls. 567–568.
Var efnið gagnlegt?
Nei | 0 0 af 0 mátu greinina gagnlega.
Skoðað: 8