Yfirfjárráð

Síðast breytt: 2021.06.23
Slóð:
Áætlaður lestími: < 1 mín

Eftirlit með fjárhaldsmönnum/lögráðendum ómyndugra. Í Norsku lögum segir um yfirfjárráðamenn:

Í hvörjum kaupstað skulu vera tveir merkilegir borgarar, sem nokkurn veginn eru til aldurs komnir og vel efnaðir, sem skulu vera yfirformyndarar [yfirfjárráðamenn] og með borgmeistara og ráðs aðstoð hafa tilsjón með öllum þeim, sem á hendi hafa fjárhald þeirra, er fjárhaldsmenn þurfa.1Kongs Christians þess fimmta norsku lög á íslendsku útlögð. Hrappsey 1779, 415. dálkur.

Á Íslandi voru sýslumenn og síðar einnig bæjarfógetar yfirfjárráðamenn og skyldu fá skýrslur frá lögráðendum ómyndugra. Nú (2021) eru sýslumenn yfirlögráðamenn, hver í sínu umdæmi.2Lög nr. 71/1997, 28. maí, 80. grein.

Tilvísanir

Tilvísanir
1 Kongs Christians þess fimmta norsku lög á íslendsku útlögð. Hrappsey 1779, 415. dálkur.
2 Lög nr. 71/1997, 28. maí, 80. grein.
Var efnið gagnlegt?
Nei | 0 0 af 0 mátu greinina gagnlega.
Skoðað: 30