Skýringar nokkurra tákna og skrá um skammstafanir og styttingar í sögulegum textum,
einkum um kirkju og klerka.
Tákn | Skýring |
---|---|
† | (krossmark) dó. (Notað af presti á Eyri í Skutulsfirði árið 1848 og síðar, ÞÍ. Kirknasafn. Eyri BA/2, bls. 362 og áfram). |
Ψ | gríski stafurinn psí. Notaður sem tákn fyrir sálma í sóknarmannatölum. Sálmakunnátta var eitt af því sem prestar áttu að athuga við húsvitjanir. Sjá Sóknarmannatöl í Hugtakasafni. Auk þess notaður sem stytting í saltari, sbr. Davíðs Ψaltari eða Davíðs Ψ, Fæðingar Ψaltari. |
Ψalmar | sálmar. |
Ψ.v. / Ψvers | sálmvers. |
4° | kvarto, þ.e. fjórblaða brot. |
4gt | fertugt. |
40r | fertugur. |
60gt | sextugt. |
7ber | september. |
8ber | október. |
9ber | nóvember. |
10ber | desember. |
6t. | sextugur. |
½ fjárlag / ½ fjárl. / ½ga fl. | helmingafjárlag. |
ɔ: | id est, þ.e. það er. |
ƒ | fiskar. |
ƒa | fiska (verðlag), t.d. 27 ƒa tré. |
§ | tákn fyrir greinar, t.d. í barnalærdómskverinu. |
§ | tákn fyrir et (latína) = og. |
ƶ | tákn fyrir et (latína) = og. |
Showing 1 to 20 of 20 entries
Skammstöfun | Skýring |
---|---|
a. | ára (að aldri). |
A. | Mun vísa til barnalærdómskvers, sem Jón Árnason biskup þýddi, þegar talað er um lærdóm barna, ÞÍ. Kirknasafn. Eyri í Skutulsfirði BC/1, bls. 139 og áfram. Sjá umfjöllun í Kristindómsfræðsla í Hugtakasafni. |
A.a. | ad acta, þ.e. lagt með öðrum skjölum sama máls. |
a.c. | Anni currentis eða Anno currente, þ.e. á þessu ári. |
A.D. | Anno Domini, þ.e. á því herrans ári. |
adj. | adjunkt, þ.e. skólakennari (við lærða skólann). |
Ad Mand. | ad mandatum, þ.e. að skipun. |
adm.strator | administrator, þ.e. umboðsmaður (á einkum við þá, sem höfðu jarðaumboð, t.d. klaustraumboð). |
adst. | adstant, þ.e. aðstoðarmaður. Sjá einnig ast. Adstantes nota prestar á Breiðabólsstað í Fljótshlíð um þá, sem viðstaddir voru barnsskírn auk skírnarvotta. |
adv. | aðventa, þ.e. jólafasta. |
adv.t. | aðventutíð?? Kemur nokkrum sinnum fyrir í Reykjavíkurbókum, á undan fæðingum í desember. Á einum stað, ÞÍ. Kirknasafn. Seltjarnarnesþing BA/5, bls. 51, kemur inn fyrirsögnin Aðventuár. - Kirkjuárið hófst með jólaföstu. E.t.v. hefur prestur haft í huga hinar svonefndu aðventuskýrslur. |
aðskil. | aðskiljanlegir, ýmiss konar. |
afbr. | afbragðs (haft um kunnáttu barna). |
al. | alibi, þ.e. annars staðar, ÞÍ. Kirknasafn. Eydalir BA/1, bls. 87. Getur einnig þýtt: fjarvistarsönnun. |
al. | alin, álnir, þ.e. lengdarmál. |
ald. / aldurd. | aldurdómur. |
alt. / altar. | altari, (algengt í t. alt. = til altaris), sacram. altar. = altarissakramenti í barnalærdómsbók Pontoppidans, ÞÍ. Kirknasafn. Kálfafell í Fljótshverfi BC/1, bls. 62. |
alt.bænir | altarisgöngubænir. |
aman. | amanuensis, þ.e. aðstoðarmaður, skrifari. |
amtm. | amtmaður. |
andl. | andlegt. Á við kristindómskunnáttu. |
andl.bæn. | andlátsbænir. |
ang. polyp. | angina polyposa, þ.e. hálsbólga (barnaveiki). |
ann. præt. | anni praeteriti, þ.e. árið áður. |
a.p. | Anni praecedentis eða Anni praeteriti, þ.e. árið áður. Getur einnig verið stytt sem a. praec. eða a. praet. |
Showing 1 to 25 of 957 entries