Fógeti

Síðast breytt: 2021.06.23
Áætlaður lestími: < 1 mín

Titill, sem stundum var notaður fyrir æðsta umboðsmann konungs á Íslandi (þ.e. hirðstjóra / höfuðsmann). Var þó venjulega titill umboðsmanna þeirra frá því á síðari hluta 15. aldar og fram á síðari hluta 17. aldar. Fógeti fór með æðsta vald konungs í fjarveru hirðstjóra. Landfógetaemhætti var tekið upp árið 1683 og kallaðist landfógetinn oft einungis fógeti. (Sjá: landfógeti).

Heimild

Einar Laxness, Pétur Hrafn Árnason: Íslandssaga A–Ö. Reykjavík 2015, bls. 135–136 (fógeti)).

Var efnið gagnlegt?
Nei | 0 0 af 0 mátu greinina gagnlega.
Skoðað: 64