Hirðstjóri

Síðast breytt: 2021.06.23
Slóð:
Áætlaður lestími: < 1 mín

Titill æðsta embættismanns Noregskonungs, síðar Danakonungs, á Íslandi eftir 1270 og fram undir miðja 16. öld. Eftir 1470 nefndist hirðstjóri einnig oft höfuðsmaður en stundum fógeti og varð höfuðsmannstitill algengari eftir miðja 16. öld. Embætti hirðstjóra / höfuðsmanns var lagt niður árið 1683 en í staðinn skipaðir stiftamtmaður, amtmaður og landfógeti.

Heimild

  • Einar Laxness, Pétur Hrafn Árnason: Íslandssaga A–Ö. Reykjavík 2015, bls. 197 (hirðstjóri)).
Var efnið gagnlegt?
Nei | 0 0 af 0 mátu greinina gagnlega.
Skoðað: 104