Húskona

Síðast breytt: 2023.10.09
Slóð:
Áætlaður lestími: < 1 mín

Hér verður í upphafi notuð skilgreining á húsmenn: „einstaklingar sem leigðu húsaskjól hjá bændum á lögbýlum, voru út af fyrir sig, stundum með fjölskyldu sinni, og höfðu oft einhver jarðarafnot vegna eigin búfjár; voru við lýði fram á 20. öld. Þeir höfðu stundum ákveðna vinnuskyldu en töldust yfirleitt ekki vinnumenn (hjú) bænda. Húsmennska var því nokkurs konar millistig milli bænda og vinnufólks.“1Einar Laxness, Pétur Hrafn Árnason, Íslandssaga A–Ö. Reykjavík 2015, bls. 210.

Húskonur voru sennilega yfirleitt umsvifaminni en húsmenn og höfðu síður jarðarafnot, lifðu frekar á handbjörg sinni eða efnum. Höfðu stundum með sér börn eða ættingja. Þess má finna dæmi, að konur væru í húsmennsku á bæjum, þar sem eiginmennirnir voru vinnumenn. Líklega beið tómhúsmennskan kvenna, sem fluttust til sjávarsíðunnar, frekar en grashúsmennska.

Tilvísanir

Tilvísanir
1 Einar Laxness, Pétur Hrafn Árnason, Íslandssaga A–Ö. Reykjavík 2015, bls. 210.
Var efnið gagnlegt?
Nei | 0 0 af 0 mátu greinina gagnlega.
Skoðað: 13