Læknasjóður

Síðast breytt: 2021.06.10
Slóð:
Áætlaður lestími: < 1 mín

Læknasjóður var stofnaður af eigum spítalanna samkvæmt opnu bréfi frá 23. ágúst 1848 og ætlað að bæta læknaskipunina í landinu.1Lovsamling for Island XIV, bls. 163–165. Munu biskup og amtmenn hafa átt að hafa umsjón með sjóðnum en hún var fengin stiftsyfirvöldum (biskupi og stiftamtmanni) í hendur með auglýsingu 31. desember 1868.2Lovsamling for Island XX, bls. 109–111.

Árið 1876, 14. júní, tilkynnti landshöfðingi stiftsyfirvöldum, að stjórn á eignum Hins íslenska læknasjóðs leggðist undir landshöfðingja. Tekjur af spítalagjöldum, sem sjóðnum bæri, og af jörðum hans yrðu greiddar í Jarðabókarsjóðinn. Gjöld, sem hvíldu á sjóðnum yrðu greidd úr Jarðabókarsjóði. Skyldi breytingin taka gildi 1. júlí næstkomandi. Vonaðist landshöfðingi til þess, að skuldunautum Læknasjóðsins yrði tilkynnt, að þeir ættu að greiða vexti og afborganir í Jarðabókarsjóð.3Stjórnartíðindi 1876 B, bls. 61 (64. liður). Viðlagasjóður tók við lánum, sem veitt höfðu verið úr Læknasjóðum gegn tryggingum í jörðum og húseignum.

Tilvísanir

Tilvísanir
1 Lovsamling for Island XIV, bls. 163–165.
2 Lovsamling for Island XX, bls. 109–111.
3 Stjórnartíðindi 1876 B, bls. 61 (64. liður).
Var efnið gagnlegt?
Nei | 0 0 af 0 mátu greinina gagnlega.
Skoðað: 22