Prestslaunasjóður

Síðast breytt: 2020.05.25
Slóð:
Áætlaður lestími: < 1 mín

Launakjörum presta var breytt með lögum nr. 46/1907, 16. nóvember, sem tóku gildi árið eftir.1Stjórnartíðindi 1907 A, bls. 290-301. Þau náðu fyrst og fremst til nýrra presta, sem fengu þá föst laun, en hinir eldri gátu valið um, hvort þeir tækju laun undir sjálfum sér eða færu í fastlaunakerfið. Laun presta og prófasta og eftirlaun þeirra átti að greiða úr Prestslaunasjóði. Í hann runnu eftirgjald af fasteignum prestakalla, arður af ítökum og prestsmata, sóknatekjur, vextir af innstæðufé prestakalla, framlög úr landssjóði, sektir og vextir af Kirkjujarðasjóði. Sjá Tekjur kirkna og presta.

Tilvísanir

Tilvísanir
1 Stjórnartíðindi 1907 A, bls. 290-301.
Var efnið gagnlegt?
Nei | 0 0 af 0 mátu greinina gagnlega.
Skoðað: 68