Friðrik III Danakonungur mælti svo fyrir í bréfi til Henriks Bjelke höfuðsmanns, 10. maí 1651, að fjórar konungsjarðir, ein í hverjum fjórðungi, yrðu lagðar til spítala fyrir þurfandi holdsveikt og vanheilt fólk.1Lovsamling for Island I, bls. 241–241 (sjá einkum 2. lið). Ákveðið var á alþingi árið eftir, að af hverju skipi, sem gengi til sjós, skyldi gera árlega einn stakan hlut af hlutum allra, sem á skipinu reru, einn dag á vertíðinni. Einnig skyldu framfærsluhreppar hinna holdsveiku leggja með þeim fé.2Lovsamling for Island I, bls. 246–248, 367–368, 373–374. Aflahluturinn kallaðist spítalafiskur (kerlingarfiskur) eða spítalahlutur. Einnig var leitað eftir styrk meðal landsmanna og til spítalanna skyldi ganga óþarft innstæðufé klaustra, Kristfjárjarðir, greiðslur fyrir hjúskaparleyfi og hlutur af fuglatekju.3Lovsamling for Island I, bls. 249. Síðar voru spítalarnir lagðir niður með opnu bréfi 23. ágúst 1848. Skyldi leggja allt fé spítalanna í sjóð og setja á vöxtu og nota féð til þess að bæta læknaskipunina á Íslandi.4Lovsamling for Island XIV, bls. 163–165. Gjaldið hélst og var lagt á sjávarafla og fuglatekju en rann í landssjóð. (Sjá: Spítalasjóður).