Sveit

Síðast breytt: 2023.10.19
Áætlaður lestími: < 1 mín

Hreppur, hreppsfélag. (Sjá Framfærslumál og sveitfesti í Orðabelg Þjóðskjalasafns Íslands.)

á sveit: Þeir, sem nutu framfærslu hreppsins og var komið fyrir á heimilum tíundarskyldra bænda í hreppnum.

fara á sveitina = fara á framfæri hreppsins, fara á opinbert framfæri.

fara á sína sveit = fara heim í þann hrepp, sem maðurinn átti sveitfesti og vera þar á framfæri.

lagt af sveit = fólk, sem gat að einhverju leyti framfært sig sjálft eða notið styrks ættingja en fékk einnig einhvern framfærslustyrk hjá hreppnum.

liggja við sveit = vera næstum því sveitarómagi.

segja einhvern til sveitar = setja einhvern á sveitarframfæri.

segja sig til sveitar = verða að leita á náðir framfærsluhrepps.

vinna sér sveit = ávinna sér sveitarstyrk í tilteknum hreppi.

þiggja af sveit = lifa á sveitarstyrk.

Var efnið gagnlegt?
Nei | 0 0 af 0 mátu greinina gagnlega.
Skoðað: 18