Friðrik III. Danakonungur mælti svo fyrir í bréfi til Henriks Bjelke höfuðsmanns, 10. maí 1651, að fjórar konungsjarðir, ein í hverjum fjórðungi, yrðu lagðar til spítala fyrir þurfandi holdsveikt og vanheilt fólk. Átti höfuðsmaður ásamt biskupum og helstu mönnum á Íslandi að semja fyrirmæli um, hvernig fólki yrði framfleytt á spítölunum. 1Lovsamling for Island I, bls. 241–242 (sjá einkum 2. lið). Voru ákvarðanir um tekjur spítalanna teknar á alþingi árið eftir. Skyldi af hverju skipi, sem gengi til sjós, gera árlega einn stakan hlut af hlutum allra, sem á skipinu reru, einn dag á vertíðinni. Sá dagur var misjafn eftir landshlutum. Einnig skyldu framfærsluhreppar hinna holdsveiku leggja með þeim fé. 2Lovsamling for Island I, bls. 246–248, 367–368, 373–374. Sjá einnig: spítalasjóður og einnig spítalafiskur, spítalagjald.
Spítalar þessir voru á Hörgslandi á Síðu, Klausturhólum í Grímsnesi, síðar Kaldaðarnesi í Flóa, Hallbjarnareyri í Eyrarsveit og Möðrufelli í Eyjafirði. Umsjónarmenn með spítölunum kölluðust spítalahaldarar. Spítalarnir mega jafnvel kallast umboð. Hörgslandi og Kaldaðarnesi fylgdu ýmsar hjáleigur sem og Hallbjarnareyri, en spítalinn þar átti einnig Hrafnkelsstaði í Eyrarsveit. Með Möðrufelli voru líka hjáleigur en einnig jarðirnar Reykhús og Gilsbakki í Hrafnagilshreppi í Eyjafirði. 3Jarðatal á Íslandi. Gefið út af J. Johnsen. Kaupmannahöfn 1847, bls. 7, 62–63, 153, 300–301. Skjöl vegna spítalanna eru varðveitt í Þjóðskjalasafni, þ.e. skjalasöfnum Skálholts- og Hólabiskupa og biskups yfir Íslandi sem og í umboðsskjölum (Möðrufellsspítali).