Barnalærdómur, barnaspurningar

Síðast breytt: 2020.05.25
Slóð:
Áætlaður lestími: < 1 mín

Með barnalærdómi er átt er við barnalærdómskverið til undirbúnings fermingar, sjá t.d. ÞÍ. Kirknasafn. Kálfafell í Fljótshverfi BC/2, bls. 69 og áfram. Þar er líklega átt við Lærdómsbók í evangeliskum kristilegum trúarbrögðum, handa unglingum eftir Nicolai Edinger Balle. Sjá umfjöllun í Kristindómsfræðsla. Á bls. 81 í Kálfafellsbókinni segir um dreng árið 1802, að hann sé kominn langt með barnalærdóminn nýja.

Barnaspurningar eru kristindómsfræðsla eða kennsla til undirbúnings fermingar. Við kristindómsfræðslu voru fyrrum notaðar bækur, þar sem efni Fræða Lúters var skýrt og sundurgreint. Oft var það sett fram sem spurningar og svör við þeim. Því er talað um barnaspurningar, að ganga til spurninga og spurningakver o.s.frv.1Bjarni Sigurðsson, „Ágrip af sögu spurningakveranna“, Landsbókasafn Íslands Árbók 1980. Nýr flokkur, 6. ár, bls. 39.

Tilvísanir

Tilvísanir
1 Bjarni Sigurðsson, „Ágrip af sögu spurningakveranna“, Landsbókasafn Íslands Árbók 1980. Nýr flokkur, 6. ár, bls. 39.
Var efnið gagnlegt?
Nei | 0 1 af 1 mátu greinina gagnlega.
Skoðað: 135