Sýslumenn eða sóknarmenn (fulltrúar sýslumanna) nefndu menn úr röðum betri bænda til alþingisfarar um óákveðinn tíma samkvæmt ákvæðum lögbókanna Járnsíðu (1271–1273) og Jónsbókar (1281). Úr þeim hópi á alþingi völdu lögmenn þrjá úr hverju þingi (síðar sýslu) til dóms- og löggjafarstarfa í lögréttu. Þeir voru hinir raunverulegu lögréttumenn, aðrir voru nefndarmenn en oft titlaðir lögréttumenn.
Heimild
- Einar Laxness, Pétur Hrafn Árnason: Íslandssaga A–Ö. Reykjavík 2015, bls. 347 (lögréttumenn), 569–570 (þingfararkaup).
Lesefni
- Einar Arnórsson: Réttarsaga alþingis. Reykjavík 1945, bls. 191–232).