Sjóðbækur

Síðast breytt: 2020.05.25
Áætlaður lestími: < 1 mín

Heitið sjóðbækur eða kassabækur kemur stundum fyrir í skjalasöfnum prófasta. Er það 20. aldar fyrirbæri, tengt lögum um föst laun presta nr. 46/1907 og lögum um sóknargjöld nr. 40/1910. (Sjá umfjöllun um Tekjur kirkna og presta). Þessar bækur eru mismunandi gerðar. Má í því sambandi benda á kassabók úr Mýraprófastsdæmi.1ÞÍ. Kirknasafn. Mýraprófastsdæmi L/1. Viðskiptamanna- og sjóðbók 1911–1942. Í upphafi kemur þar yfirlit um laun presta og hvernig þau greiðast. Einnig má sjá þær greiðslur, sem fara um hendur prófasts. Síðast sjást þar aðeins greiðslur prestsgjalda (sóknargjalda), sem runnu í Prestslaunasjóð í vörslu ríkisféhirðis. Aðrar sjóðbækur hafa sambærilega þætti, þó ekki alla.

Þá eru einnig til sjóðbækur sóknarnefnda. (Sjá umfjöllun um Sóknarnefndir, safnaðarfundir, héraðsfundir).

Tilvísanir

Tilvísanir
1 ÞÍ. Kirknasafn. Mýraprófastsdæmi L/1. Viðskiptamanna- og sjóðbók 1911–1942.
Var efnið gagnlegt?
Nei | 0 0 af 0 mátu greinina gagnlega.
Skoðað: 42