Bænhús

Síðast breytt: 2020.05.04
Áætlaður lestími: < 1 mín

Eins konar heimiliskapellur, þar sem guðsþjónustur fóru ekki fram reglulega, messa sungin einu sinni í mánuði. Margir bænhúseigendur fengu þeim breytt í hálfkirkjur og urðu þá að greiða vissa upphæð í eitt skipti fyrir öll til alkirkjunnar, sem bænhúsið/hálfkirkjan lá undir, því að kirkju- og preststíund og ljóstollar af viðkomandi jörð færðust frá alkirkju til hálfkirkjunnar.1Gunnar F. Guðmundsson, Íslenskt samfélag og Rómakirkja. Kristni á Íslandi II. Reykjavík 2000, bls. 188. Sjá einnig skilgreiningu í auglýsingu um starfsreglur Kirkjuþings um kirkjur og safnaðarheimili 8. nóvember 2000.2Stjórnartíðindi 2000 B, bls. 2305.

Tilvísanir

Tilvísanir
1 Gunnar F. Guðmundsson, Íslenskt samfélag og Rómakirkja. Kristni á Íslandi II. Reykjavík 2000, bls. 188.
2 Stjórnartíðindi 2000 B, bls. 2305.
Var efnið gagnlegt?
Nei | 0 1 af 1 mátu greinina gagnlega.
Skoðað: 136