Útkirkja, þar sem messað var að jafnaði annan hvern löghelgan messudag. Ekki var ætíð kirkjugarður við hálfkirkju. Hálfkirkjur voru ekki sóknarkirkjur en gátu orðið ígildi þeirra. Átti það sérstaklega við bænhús, sem gerð voru að hálfkirkjum.1Gunnar F. Guðmundsson, Íslenskt samfélag og Rómakirkja, Kristni á Íslandi II, bls. 186-187. Eftir siðaskipti lagðist mikið af hálfkirkjum niður, aðrar héldust sem annexíur / útkirkjur.2Loftur Guttormsson, Frá siðaskiptum til upplýsingar. Kirkjur Íslands III. Reykjavík 2000, bls. 86-87, 222-224.