Lausamannsgjald

Síðast breytt: 2020.05.12
Slóð:
Áætlaður lestími: < 1 mín

Lausamenn skyldu gjalda 24 skildinga árlega til kirkju samkvæmt konungsbréfi frá 17. júlí 1782 um tekjur presta og kirkna, sem birt var á alþingi árið eftir.1Alþingisbækur Íslands XVI, bls. 140 (13. grein). Í lögum nr. 16/1900, 3. apríl (6. grein), var boðið, að lausamenn og lausakonur skyldu gjalda til kirkju 50 aura á ári.2Stjórnartíðindi 1900 A, bls. 88–89 (6. grein). Ákvæðið var aftekið með lögum um sóknargjöld 40/1909, 30. júlí. Í staðinn kom gjald (kirkjugjald), sem lagt var á alla sóknarmenn, 15 ára og eldri, og skyldi það standa undir rekstri kirknanna, en heimild var fyrir álagningu aukagjalds.3Stjórnartíðindi 1909 A, bls. 202–203 (1. grein).

Tilvísanir

Tilvísanir
1 Alþingisbækur Íslands XVI, bls. 140 (13. grein).
2 Stjórnartíðindi 1900 A, bls. 88–89 (6. grein).
3 Stjórnartíðindi 1909 A, bls. 202–203 (1. grein).
Var efnið gagnlegt?
Nei | 0 0 af 0 mátu greinina gagnlega.
Skoðað: 67