Lausamannstollur

Síðast breytt: 2020.05.12
Slóð:
Áætlaður lestími: < 1 mín

Boðið var í konungsbréfi frá 17. júlí 1782 um tekjur presta og kirkna, sem birt var á alþingi árið eftir, að lausamenn skyldu greiða presti 24 skildinga árlega og vinna honum dagsverk að auki.1Alþingisbækur Íslands XVI, bls. 140 (13. grein). Í lög nr. 16/1900, 3. apríl (4. grein) var sett inn ákvæði um, að lausamenn og lausakonur skyldu greiða presti 50 aura á ári, hvort sem þau ættu að greiða dagsverk eða ekki.2Stjórnartíðindi 1900 A, bls. 88–89 (4. grein). Tollurinn var felldur niður í lögum um sóknargjöld 40/1909, 30. júlí. Í staðinn kom sóknargjald (prestsgjald), lagt á hvern mann 15 ára og eldri, sem rynni í Prestslaunasjóð.3Stjórnartíðindi 1909 A, bls. 204–205 (5. grein).

Tilvísanir

Tilvísanir
1 Alþingisbækur Íslands XVI, bls. 140 (13. grein).
2 Stjórnartíðindi 1900 A, bls. 88–89 (4. grein).
3 Stjórnartíðindi 1909 A, bls. 204–205 (5. grein).
Var efnið gagnlegt?
Nei | 0 0 af 0 mátu greinina gagnlega.
Skoðað: 49