Lausamannstollur

Síðast breytt: 2020.05.12
Slóð:
Áætlaður lestími: < 1 mín

Boðið var í konungsbréfi frá 17. júlí 1782 um tekjur presta og kirkna, sem birt var á alþingi árið eftir, að lausamenn skyldu greiða presti 24 skildinga árlega og vinna honum dagsverk að auki.1Alþingisbækur Íslands XVI, bls. 140 (13. grein). Í lög nr. 16/1900, 3. apríl (4. grein) var sett inn ákvæði um, að lausamenn og lausakonur skyldu greiða presti 50 aura á ári, hvort sem þau ættu að greiða dagsverk eða ekki.2Stjórnartíðindi 1900 A, bls. 88–89 (4. grein). Tollurinn var felldur niður í lögum um sóknargjöld 40/1909, 30. júlí. Í staðinn kom sóknargjald (prestsgjald), lagt á hvern mann 15 ára og eldri, sem rynni í Prestslaunasjóð.3Stjórnartíðindi 1909 A, bls. 204–205 (5. grein).

Tilvísanir

1. Alþingisbækur Íslands XVI, bls. 140 (13. grein).
2. Stjórnartíðindi 1900 A, bls. 88–89 (4. grein).
3. Stjórnartíðindi 1909 A, bls. 204–205 (5. grein).
Var efnið gagnlegt?
Nei | 0
Skoðað: 21